Vetrar kortasala veturinn 2013-14
Innsent efni.
Vetrar kortasala veturinn 2013-14
Það marg borgar sig að kaupa vetrarkort og með því fylgir Norðurlandskortið sem gildir á öllum skíðasvæðum norðanlands s s gildir 2 daga á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Sauðárkróki.
Byrjað verður að selja vetrarkortin 14. nóvember og verður tilboð á þeim til
18. desember. Fullorðinskort 18 ára og eldri kr 23.000.- tilboð 21.000.- Barna (9-17 ára)/framhalds/háskólakort kr 10.000.- tilboð 8.000.-
Börn sem eru í 1 og 2 bekk grunnskóla Fjallabyggðar fá vetrarkort send heim í
pósti sér að kostnaðarlausu.
Sendið tölvupóst með öllum upplýsingum á skard@simnet.is.
Kortið/kortin verða tilbúinn þegar þú/þið mætið í
fjallið.
Nýtt útlit á heimasíðu skíðasvæðisins skardsdalur.is
Nú er skarðsdalurinn kominn á facebook (skarðsdalur sigló)
Snjóalög eru að verða mjög góð og svæðið verður opnað laugardaginn 23. nóvember
Starfsfólk
Athugasemdir