Við höldum stefnunni
Að sjálfsögðu höldum við stefnunni þrátt fyrir að múlinn hafi verið lokaður í nokkra daga um jólin, „hann er opinn núna“ segir Ásgeir Aðalsteinsson annar stofnandi sveitarinnar Valdimar sem halda mun tónleika á Rauðku á morgun, laugardag klukkan 21:00.
Sveitin er enda búin að bóka gistingu og gera ráð fyrir því að halda frábæra tónleika á Rauðku eins og hún gerði fyrir rýflega tveimur árum síðan þegar færri komust að en vildu. Tónleikarnir verða haldnir í fyrra fallinu, eða klukkan 21:00 og mun húsið opna klukkan 20:30 en forsala er hafin á Kaffi Rauðku.
Athugasemdir