Við mótmælum öll!

Við mótmælum öll! Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um náttúruvernd. Nú þegar hefur málið farið í gegnum 1. umræðu og bíður afgreiðslu

Fréttir

Við mótmælum öll!

Tilkynning frá stjórn Ferðaklúbbsins 4x4.

Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um náttúruvernd. Nú þegar hefur málið
farið í gegnum 1. umræðu og bíður afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. febrúar.

Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir við drög að frumvarpinu frá Ferðaklúbbnum 4x4 og öðrum
útivistarfélögum var lítið sem ekkert tillit tekið til þeirra af hálfu umhverfisráðuneytisins. Var
því frumvarpið lagt fram nánast í óbreyttri mynd.

Alvarlegustu atriðin í frumvarpinu eru eftirfarandi:

*       Almannaréttur er takmarkaður við gangandi umferð
*       Mikil skerðing er á för fólks um óræktað land, óháð ferðamáta
*       Ákvæði um tjöldun eru óþarflega flókin og takmarkandi
*       Undanþágur til aksturs á snjó eru svo takmarkaðar að ómögulegt gæti reynst að aka
löglega
*       Óþarflega mikið vald er fært frá stofnunum til ráðherra
*       Mikil mismunum er á milli ólíkra ferðamáta
*       Ákvæði um kortagrunn er einstaklega illa unnið þar sem einungis verða sýndir slóðar
sem heimilt er að aka eftir. Tímaramminn til að klára þennan grunn er svo þröngur að
ógjörningur er að vinna verkið vel

Fólk, bæði úr Ferðaklúbbnum 4x4 sem og öðrum útivistarfélögum, tók sig saman og myndaði
aðgerðarhóp til að bregðast við ólögum þessum. M.a. er hafin undarskriftasöfnun á vefnum
www.ferdafrelsi.is  þar sem frumvarpi til nýrra náttúruverndarlaga er mótmælt og þingmenn
hvattir til þess að hleypa ekki frumvarpinu í gegn óbreyttu.

Ferðaklúbburinn 4x4 hvetur félagsmenn til að kynna sér frumvarpið og athugasemdir eftir
bestu getu en upplýsingar um það má einnig finna á vefsíðunni www.ferdafrelsi.is

Stjórn Ferðaklúbbsins 4x4.

------------------------------------------------------------
Tilkynning frá aðgerðarhópnum

Við viljum hvetja ykkur til að fara inn á www.ferdafrelsi.is, kynna ykkur málið og skrifa undir
mótmælin. Þetta er alger valdníðsla af hálfu stjórnvalda og nú verður áhugafólk um útivist að
standa saman til að stöðva þetta frumvarp að óbreyttu.

Við viljum ennfremur hvetja ykkur til að fá þá sem ykkur tengjast til að mótmæla þessum
gjörningi með því að skrá sig. Samhliða vefsíðunni, sem nýverið var hleypt af stokkunum,
munu á næstu dögum birtast greinar og mótmæli ásamt auglýsingum í fjölmiðlum til að
sporna við þessari vitleysu sem engan enda virðist ætla að taka.

Með von um góðar undirtektir,

Áhugahópur um ferðafrelsi.


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst