Vinnustofa Abbýjar opin í dag 20 maí frá klukkan 14-17.
Ég kom við niður í Aðalgötu 13 þar sem Abbý er með vinnstofu.
Abbý var að setja upp málverkasýningu þar sem málverkin eru máluð á tunnulok. Þar er margt skemmtilegt að skoða og ég á vafalaust eftir að mæta oft í Aðalgötuna til þess að skoða allt á milli himins og jarðar.
Eysteinn átti afmæli akkúrat þennan dag sem ég droppaði þarna inn þannig að það var allt fullt af kökum, snúðum, brauðtertum og alls konar(heppinn ég). Þetta var eiginlega eins og fermingarveisla.
Ég mæli hiklaust með því að þið kíkið við í Aðalgötunni hjá Abbý og skoðið það sem hún er að mála. Og svo alla gömlu munina sem eru þarna. Alveg hreint meiriháttar allt saman. Ég get reyndar ekki lofað því að það verði alltaf kökur þarna en ég lofa því að þið hafið gaman af að skoða allt það sem þar er inni.
Abbý ætlar að vera í Aðalgötunni frá 14 til 17 mánudaginn 20. maí sem er annar í Hvítasunnu.
Þessi vél hefur örugglega tekið nokkur sporin.
Þarna er hægt að skoða næstum því endalaust.
Þetta er nú svolítið flott.
Klippimynd eftir Abbý
Málverk á tunnuloki. Flottar myndir.
Afmælisbarnið.
Eysteinn og Abbý.
Athugasemdir