Vísna-Kornið
sksiglo.is | Almennt | 16.10.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 337 | Athugasemdir ( )
Þar sem vísurnar í Vísna-Kornið hafa hreinlega akkúrat ekkert hrúgast inn til okkar þá ákvað ég að finna meira af vísum eftir Stefán Stefánsson frá Móskógum á Bökkum.
Vísurnar hans er að mínu mati alveg dæmalaust skemmtilegar og oft alveg
hárbeittar.
Ég fór á vef Héraðskjalasafnsins í Skagafirði og fann eftirfarandi vísur eftir Stefán.
VísaAndinn er á
ringulreið
sem rásgjörn vændiskona
að yrkja mér er engin leið
öðru vísi en svona.
Höfundur:
sem rásgjörn vændiskona
að yrkja mér er engin leið
öðru vísi en svona.
VísaAð þekkja ei
sundur mann og mey
mundi flestum sárna.
Von að Gísla geðjist ei
glámskyggnin í Árna.
Sár er Gísla sálarneyð
og sérhver von í banni,
af því sem hann ekki reið
enskum blaðamanni.
mundi flestum sárna.
Von að Gísla geðjist ei
glámskyggnin í Árna.
Sár er Gísla sálarneyð
og sérhver von í banni,
af því sem hann ekki reið
enskum blaðamanni.
Tildrög:Árni
Rögnvaldsson var um nokkurt skeið einkabílstjóri Stefáns þegar hann tók sér sumarfrí og oftast vestur í Búðardal en
þar bjó þá Skjöldur sonur Stefáns. Þeir Stefán og Árni voru góðir kunningjar og sálufélagar um mörg efni. Eitt
sinn eru þeir eru á leiðinni vestur staddir í veitingaskála og með þeim það sinnið maður að nafni Gísli. Sem þeir sitja
þarna yfir veitingum ber margt á góma í léttu spjalli. Meðal annars það að í einu horni skálans allfjarri þeim situr
ferðalangur og þeim Árna og Gísla kemur ekki saman um hvort þarna sé maður eða kona. Gísli telur að um sé að ræða konu en
Árni þvertekur fyrir það og fullyrðir að þetta sé karl. Nú stendur viðkomandi upp og gengur út. Þá ákveða
þeir að fá úr þessu skorið og spyrja veitingamanninn sem kveður upp úr með það að þetta hafi verið kona frá ensku
blaði. (Sögn Árna Gunnarsson frá Reykjum, Skag.)
VísaEnnþá get
ég glaðst við skál
glitrar veigaröstin
léttum vængjum svífur sál
en svo koma eftirköstin,
og þau veita aldrei náð
allt úr lagi keyra,
við þessu samt ég þekki ráð:
Það er að drekka meira
glitrar veigaröstin
léttum vængjum svífur sál
en svo koma eftirköstin,
og þau veita aldrei náð
allt úr lagi keyra,
við þessu samt ég þekki ráð:
Það er að drekka meira
Athugasemdir