Vísna-kornið á Siglo.is
sksiglo.is | Almennt | 28.09.2013 | 12:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 424 | Athugasemdir ( )
Vísna-kornið á Siglo.is
Við ætlum að leita til ykkar og biðja ykkur um að senda okkur vísu eða vísur sem við setjum inn á síðuna. Vísurnar og
ljóðin þurfa ekki að tengjast Siglufirði frekar en þið viljið, þær meiga vera allavega. Skemmtilegast væri að fá sem flest
vísu-kornin sem grínvísur. En vísurnar mega að sjálfsögðu vera grínvísur, alvarlegar, gamlar vísur sem var fleygt fram
hér áður fyrr, til dæmis á síldarárunum. o.sv.fr.
Það eina sem við förum fram á er að þetta séu ekki
níð um náungann og særandi þó það sé í lagi að nafngreina menn í góðlátlegu gríni. Ef menn eru
nafngreindir beint í vísu-korninu þá verður nafn sendanda að koma fram.
Vísurnar þurfa helst að koma til okkar í tölvupósti eins og þið viljið að þær sjáist og upplýsingar á undan vísu eða ljóði ef þess þarf með. Það er að segja, efnið verður tekið óbreytt út úr tölvupóstsskeytinu og sett inn.
Vísurnar þurfa helst að koma til okkar í tölvupósti eins og þið viljið að þær sjáist og upplýsingar á undan vísu eða ljóði ef þess þarf með. Það er að segja, efnið verður tekið óbreytt út úr tölvupóstsskeytinu og sett inn.
Við tökum ekki ábyrgð á stafsetningu (eins og hingað til) og
staðreyndarvillum né vísunum sjálfum, en ef sá sem fer yfir vísurnar tekur eftir stafsetningarvillum (sem er ekki mjög líklegt) þá
verður það að sjálfsögðu lagað.
Ef þið viljið ekki láta nafngreina þann sem semur vísuna þá
verður að taka það fram í tölvupóstinum.
Svo er hægt fyrir þá sem það vilja að koma með vísur á móti í athugasemdarkerfið sem hefur verið áægtlega nýtt til þess að benda á stafsetningarvillur þess sem þetta skrifar. Og hugsanlega getur einhver komið með gott grín á mig og stafsetninguna hjá mér í þessum pistlum sem ég hef verið að vandræðast við að skrifa, það væri mjög skemmtilegt. Það eina sem þið þurfið þá að hafa í huga er að þið fáið líklega eitthvað til baka (og sjálfsagt verður það stútfullt af stafsetningar og staðreyndarvillum og öllum mögulegum málfræðivillum sem til eru).
Það er því miður ekki hægt að skrifa ummæli í
athugsemdarkerfið öðruvísi en að vera tengdur inn á einhvern samfélagsmiðil eins og til dæmis Facebook,Twitter o.sv.fr. Við höfum fengið
spurningar um það hvort hægt sé að breyta þessu þannig að þú þurfir ekki að vera tengdur inn á samfélags vef en
það er því miður ekki hægt af lagalegum ástæðum.
Þetta gæti verið einhvern vegin svona sem þetta þarf að koma frá ykkur
Vísur og upplýsingar fengnar frá Héraðsskjalasafni Skagafjarðar. Heimasíða Héraðsskjalasafnsins er http://bragi.arnastofnun.is/skag/
Ég hef aðeins gluggað í það sem Stefán Stefánsson hefur samið og hann er í miklu uppáhaldi hjá
mér.
VísaAð efninu
ég kem, kem, kem,
kannske, ef menn vilja.
En takmarkið er sem, sem, sem,
Siglfirðingar vilja.
kannske, ef menn vilja.
En takmarkið er sem, sem, sem,
Siglfirðingar vilja.
Tildrög:Undir ræðu
Péturs Jónsonar frá Brúnastöðum á stjónrnmálafundi á Siglufirði. Ort ásamt Gísla Ólafssyni frá
Eiríksstöðum.
Og hér er önnur sem Stefán hefur ort.
VísaBakkus vandar
víða bú.
Við það standa hljótum
að besta landann bruggar þú
brautryðjandi í Fljótum.
Við það standa hljótum
að besta landann bruggar þú
brautryðjandi í Fljótum.
Tildrög:Eftir komu
Björns Blöndal til bónda í Fljótum. Ekkert fannst, því bónda höfðu borist fregnir.
Endilega sendið okkur vísu á
sksiglo@sksiglo.is og gerum vefinn ennþá skemmtilegri.
Athugasemdir