Völundarsmíð Njarðar

Völundarsmíð Njarðar Ég heyrði af bát sem var til sýnis í Olís búðinni og ákvað að skoða það aðeins betur. Þarna er kominn einn sá fallegasti módelbátur

Fréttir

Völundarsmíð Njarðar

Ég heyrði af bát sem var til sýnis í Olís búðinni og ákvað að skoða það aðeins betur. Þarna er kominn einn sá fallegasti módelbátur sem undirritaður hefur nokkurn tíman séð.

Ef ég á að segja ykkur eitthvað örstutt um bátinn þá er þetta eftirlíking af áttæring, nánar tiltekið af hákarla og fiskveiðibát sem var gerður út frá Hraunum í Fljótum sem nefndur var Hraunaskipið og var í eigu Einars B. Guðmundssonar bónda á Hraunum. Um svaðilfarir sem Hraunaskipsins er það barst með ís til Grímseyjar eru til ritaðar heimildir og ég hef undir höndum. Upplýsingar sem stuðst var við koma frá Skútuöldin eftir Gils Guðmundsson.

Í þessari smíð hefur vandvirknin verið í fyrirrúmi og öll smáatriði alveg ótrúlega vel smíðuð og allt virðist vera í ótrúlega réttum hlutföllum. Ég var svo dolfallin að skoða bátinn og taka myndir að ég gat ekki einu sinni skrifað húmorískan stíl um annað viðfangsefni næstu klukkutímana eftir að ég skoðaði hann. Þetta er listaverk, og fyrir mitt leyti á báturinn að vera á safni eða einhverjum öðrum góðum stað þar sem fólk getur notið þess að skoða þessa völundarsmíð.

Naglarnir í honum eru 2920 talsins. Hugsið ykkur 2920 stk. af smánögglum!! Sjón er sögu ríkari, og spáið í öllum nöglunum og litlu smáatriðunum sem eru alveg hreint mögnuð.

Njörður Jóhannsson smíðaði þennan bát svona listavel og er búinn að kynna sér mjög vel söguna í kring um hann. Meiningin er að taka betra og nánara viðtal við Njörð um þetta viðfangsefni og annað sem hann er með í smíðum. Fjallabyggð á svo mikið af hæfileikaríku fólki sem við þurfum að fá að fylgjast með.


Texti og myndir: Jón Hrólfur Baldursson

Völundarsmíði Njarðar

Völundarsmíði Njarðar

Völundarsmíði Njarðar

Völundarsmíði Njarðar

Völundarsmíði Njarðar

Völundarsmíði Njarðar

Völundarsmíði Njarðar

Völundarsmíði Njarðar

Völundarsmíði Njarðar

Lensidælan virkar

Völundarsmíði Njarðar

Stebbi passaði vel upp á bátinn á meðan hann dvaldi hjá þeim í Olís búðinni.


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst