Vorskemmtun hjá 1. og 2. bekk Grunnskólans

Vorskemmtun hjá 1. og 2. bekk Grunnskólans Vorskemmtun var haldin hjá 1. og 2. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði í skólahúsinu við Norðurgötu á

Fréttir

Vorskemmtun hjá 1. og 2. bekk Grunnskólans

Vorskemmtun var haldin hjá 1. og 2. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði í skólahúsinu við Norðurgötu á þriðjudaginn kl. 18:00.

Börnin skemmtu foreldrum og gestum með söng, dansi og hljóðfæraleik. Síðan kepptu þau í boðhlaupi við foreldrana.
 
Boðið var í kaffi og bakkelsi að sýningu lokinni. Í framhaldi sýndu börnin vinnubækur sem þau hafa gert í vetur.
Mjög áhugaverð sýning.









Þórarinn Hannesson að spila undir í lagi sem hann samdi fyrir bekkinn.



Hér eru þau að spila á blokkflautu. Mundý kennari að stjórna og Þorsteinn Sveins á orgelinu.



Fullur salur af fólki og börnin ánægð.







Boðið upp á kaffi, djús og bakkelsi.



Skoðaðar vinnubækur.

Texti og myndir: GJS













Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst