Yfir hundrað manns á fundi um kvótafrumvörp
sksiglo.is | Almennt | 07.06.2012 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 477 | Athugasemdir ( )
Yfir eitthundrað manns mætti á kynningarfund sem haldinn var í Ólafsfirði síðdegis í gær um áhrif frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjöld sem nú eru til umfjöllunar hjá Alþingi á rekstur Ramma hf.
Á fundinum gerði Ólafur Marteinsson grein fyrir afleiðingum frumvarpanna á rekstur fyrirtækisins og svaraði fyrirspurnum fundarmanna á eftir.Ljóst er að verði fyrirliggjandi frumvörp að lögum munu þau hafa mjög neikvæð áhrif fyrir fyrirtækið og þá sem hjá því starfa. Einnig kom fram hjá fundarmönnum að þjónustuaðilar og sveitarfélög verða af miklu tekjutapi gangi þetta eftir.
Heimasíða: Ramma hf
Athugasemdir