Til hamingju með daginn sjómenn og sjókonur

Til hamingju með daginn sjómenn og sjókonur Í tilefni sjómannadagsins set ég hér inn þær sjómanna-tengdustu myndir sem ég hef í fórum mínum akkúrat þessa

Fréttir

Til hamingju með daginn sjómenn og sjókonur

Mynd / Gulli Stebbi
Mynd / Gulli Stebbi

Í tilefni sjómannadagsins set ég hér inn þær sjómanna-tengdustu myndir sem ég hef í fórum mínum akkúrat þessa stundina en þær voru teknar í skemmtisiglingu á Mánabergi sem Rammi bauð upp á í gær laugardag.

Ég fer alltaf að hugsa um það þegar skemmtisiglingin hefst og siglt er út úr höfninni að ef við værum að fara týpískan togartúr að þá væru bara cirka 30 dagar eftir á sjó.  Og vanalega kemur á eftir þeirri hugsun "úff, oft á tíðum meira en 30 dagar þar sem maður gæti ekki séð fjölskyldu sína og vini, missir af allskonar tímamótum í lífinu, hjá fjölskyldu og vinum og svona væri hægt að halda áfram endalaust". 

Þegar ég var cirka 18 ára og nýhættur í grunndeild málmiðna á Sauðárkróki og ekki komin með vinnu um leið og ég hætti í skólanum fer faðir minn sjómaðurinn með mig einn svona sunnudags rúnt.

Við ökum um götur bæjarins og hann fer svona að impra á því hvort ég ætli ekki örugglega að læra eitthvað. Ég muldra því út úr mér að svona fyrst að afi hafi nú verið sjómaður og svo pabbi líka og líklega fullt af öðrum ættingjum væri ég nú alveg til í að prufa það að skella mér á frystitogara og það væri nú kannski hentugt ef hann gæti rætt við einhvern af þessum skipstjóra-köppum sem hann þekkti hingað og þangað um landið. Svo væru launin bara alveg ljómandi góð.

Ég fékk strax svarið "NEI !! Þú ferð EKKI á sjó!! Þú ferð og klárar að læra eitthvað, mér er alveg sama hvað, svo geturðu farið á frystitogara þegar þú ert búin að læra. Þú hugsar hvað þig langar að læra, svo vinnum við í því, reddum íbúð fyrir sunnan, norðan, vestan eða austan og þú klárar eitthvað nám drengur, það er pottþétt. Finndu bara út hvað þig langar að læra og við reddum því."

Það fór semsagt þannig að ég tek mér ágætis tíma í því að hugsa hvað mig langar að læra og ákvörðunin var tekin. Ég var búin að vera að hugsa um prent, flug, múrara og eitthvað meira sem karl faðir minn vissi líklega. 

Nú rek ég samtalið í leikrits-handrits-formi svona nokkurn veginn eins og það var :

Ég fer til hans og segi ansi hreint stolltur "Jæja pabbi, ég er búin að ákveða hvað mig langar að læra. "                    

Hann svarar " Flott, þá förum við bara að vinna í því, hvað langar þig að læra??"                                                         

Ég : Ég ætla að fara suður og læra hárgreiðslu.                                                                                                          

Þarna kom þónokkur þögn í samtalið og mér fannst svipurinn á honum svolítið skrítinn og mér fannst eins og honum vöknaði um augun eitt augnablik þangað til hann segir : "Hvað segirðu væni, á hvaða frystitogara langar þig að fara??"

En það var nú kannski meira í svona gríni en alvöru og er ég honum ævinlega þakklátur fyrir að hjálpa mér með að taka ákvörðunina um að læra eitthvað áður en ég skelli mér á sjóinn, hjálpa mér á meðan á námi stóð og er enn að hjálpa mér og okkur fjölskyldunni. Ég er reynar ekki ennþá farin á sjóinn og líklega hef ég ekki það sem þarf til að vera á sjó, sjómennskan er bara fyrir hetjur og ég er engin hetja, ég er bara klippari.

Allavega vil ég nota tækifærið og óska föður mínum og öllum hinum sjómönnunum og konum þessa lands innilega til hamingju með daginn.

sjómanndagurinnHér er svo 2 myndir af sjómanninum föður mínum, Baldri Þ. Bóassyni. Hér er hann með Ellen Daðey Hrólfsdóttur.

sjómennskanOg hér með Emmu Hrólfdísi Hrólfsdóttur. 

Og svo fleiri myndir sem ég tók í skemmtisiglingunni með Mánaberginu á laugardag.

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

 

Í tiefni sjómanndagsins og reyndar helgarinnar er mikið um að vera í Fjallabyggð.

Ólafsfjörður.

Í gær, laugardag var meðal annars golfmót, dorgveiðkeppni, skemmtisigling og svo var boðið upp grillaðar pylsur og svala og allt í boði Ramma. Kappróður sjómanna og margt fl.

Í dag er svo skrúðganga, hátíðarmessa, fjölskylduskemmtun við Tjarnarborg þar sem boðið er upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Kaffisala slysavarnardeildar kvenna og árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu á Ólafsfirði sem endar með balli með Rokkabillýbandinu.

 

Siglufjörður.

Slysavarnardeildin Vörn verður með kaffisölu á Allanum frá kl. 14:30-17:00. Blómsveigur verður lagður kl. 14:00 við minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn. 

Ég fékk einnig leyfi til að nota þessar glæsilegu myndir frá Gulla Stebba sem hann tók við Siglufjarðarhöfn nú nýlega.

 sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

sjómennskan

 

Enn og aftur til hamingju með daginn hetjur hafsins.


Athugasemdir

28.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst