Ljóðahátíðin Glóð
sksiglo.is | Viðburðir | 19.09.2009 | 20:00 | | Lestrar 169 | Athugasemdir ( )
Ljóðahátíðin Glóð fer fram á Siglufirði dagana 17.-19. september og er þetta þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin. Það eru Umf. Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands sem standa að hátíðinni. Sérstakir gestir hátíðarinnar í ár verða ljóðskáldin Kristján Kristjánsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson sem báðir eru barnfæddir Siglfirðingar. Þeir hafa m.a. samið töluvert af ljóðum um æskuár sín á Siglufirði og munu m.a. flytja þau á hátíðinni. Einnig mun leikarinn Elfar Logi Hannesson koma fram á hátíðinni að ógleymdum heimamönnum sem munu ekki láta sitt eftir liggja. Nemendur grunnskólans munu einnig koma mikið við sögu eins og sjá má í dagskránni og má þá sérstaklega benda á hina Ljóðrænu myndlistarsýningu sem verður í Ráðhússalnum.
Sem fyrr er frítt inn á alla viðburði hátíðarinnar, sem er styrkt af Fjallabyggð, Menningarsjóði Sparisjóðs Siglufjarðar og Menningarráði Eyþings, og eru íbúar Fjallabyggðar og nágrennis hvattir til að fjölmenna og njóta þess sem í boði er.
Dagskáin er sem sjá má hér að neðan.
Fimmtudag 17.9. Ljóðadagskrá á vinnustöðum bæjarins kl. 14.00 – 16.00
Nemendur Grunnskóla Siglufjarðar flytja eigin ljóð og annarra fyrir bæjarbúa og gesti.
Ljóðakaffi á léttum nótum í Þjóðlagasetri kl. 20.00
Gamanvísur fluttar af ýmsum snillingum og ljúfur kaffisopi með.
Föstudag 18.9. Ljóðalestur í Grunnskóla Siglufjarðar
Ljóðskáldin Kristján Kristjánsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson lesa úr verkum sínum fyrir nemendur.
Ljóðalestur á Skálarhlíð kl. 15.15
Kristján Kristjánsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson flytja eigin ljóð.
Ljóðræn myndlistarsýning í Ráðhússalnum opnuð kl.17.00
Opnun myndlistarsýningar verka úr Listasafni Fjallabyggðar og sýnd ljóð
sem nemendur úr Grunnskóla Siglufjarðar hafa samið út frá verkunum.
Sýning í Ráðhússal kl. 17.00
Sýning á munum og bókum frá Félagi um Ljóðasetur.
Ljóðakvöld í Gránu kl. 20.00
Ljóðskáldin Kristján Kristjánsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson koma fram.
Laugardag 19.9. Ráðhússalur kl. 15.00
Úrslit úr ljóðasamkeppni grunnskólanema kunngjörð og sýning opin.
Æskuminningar úr Þorpinu – Ljóðadagskrá í Gránu kl. 20.00
Kristján Kristjánsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson flytja ljóð um æskuminningar sínar frá Siglufirði, Páll Helgason flytur ljóð af fólkinu á Brekkunni, Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir flytja ljóðaleik sinn Þorpið í tali, leik og tónum. Leikurinn inniheldur ljóð úr samnefndu verki Jóns úr Vör.
Ljóðabókamarkaður á ljóðakvöldum í Gránu – fjöldi titla.
Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar
Sem fyrr er frítt inn á alla viðburði hátíðarinnar, sem er styrkt af Fjallabyggð, Menningarsjóði Sparisjóðs Siglufjarðar og Menningarráði Eyþings, og eru íbúar Fjallabyggðar og nágrennis hvattir til að fjölmenna og njóta þess sem í boði er.
Dagskáin er sem sjá má hér að neðan.
Fimmtudag 17.9. Ljóðadagskrá á vinnustöðum bæjarins kl. 14.00 – 16.00
Nemendur Grunnskóla Siglufjarðar flytja eigin ljóð og annarra fyrir bæjarbúa og gesti.
Ljóðakaffi á léttum nótum í Þjóðlagasetri kl. 20.00
Gamanvísur fluttar af ýmsum snillingum og ljúfur kaffisopi með.
Föstudag 18.9. Ljóðalestur í Grunnskóla Siglufjarðar
Ljóðskáldin Kristján Kristjánsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson lesa úr verkum sínum fyrir nemendur.
Ljóðalestur á Skálarhlíð kl. 15.15
Kristján Kristjánsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson flytja eigin ljóð.
Ljóðræn myndlistarsýning í Ráðhússalnum opnuð kl.17.00
Opnun myndlistarsýningar verka úr Listasafni Fjallabyggðar og sýnd ljóð
sem nemendur úr Grunnskóla Siglufjarðar hafa samið út frá verkunum.
Sýning í Ráðhússal kl. 17.00
Sýning á munum og bókum frá Félagi um Ljóðasetur.
Ljóðakvöld í Gránu kl. 20.00
Ljóðskáldin Kristján Kristjánsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson koma fram.
Laugardag 19.9. Ráðhússalur kl. 15.00
Úrslit úr ljóðasamkeppni grunnskólanema kunngjörð og sýning opin.
Æskuminningar úr Þorpinu – Ljóðadagskrá í Gránu kl. 20.00
Kristján Kristjánsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson flytja ljóð um æskuminningar sínar frá Siglufirði, Páll Helgason flytur ljóð af fólkinu á Brekkunni, Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir flytja ljóðaleik sinn Þorpið í tali, leik og tónum. Leikurinn inniheldur ljóð úr samnefndu verki Jóns úr Vör.
Ljóðabókamarkaður á ljóðakvöldum í Gránu – fjöldi titla.
Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar
Athugasemdir