Matgćđingur vikunnar

Matgćđingur vikunnar Matgćđingar vikunnar eru hjónin Lauga og Elmar ( Guđlaug I Guđmundsdóttir og Elmar Árnason)

Fréttir

Matgćđingur vikunnar

Lauga & Elmar
Lauga & Elmar

Matgæðingar vikunnar eru hjónin Lauga og Elmar ( Guðlaug I Guðmundsdóttir og Elmar Árnason)

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá öllum í fjölskyldunni.

Við sendum boltann aftur í suðurbæinn og skorum á Skarphéðinn Fannar eðalkokk og hans flottu konu Guðrúnu Sif.

Kveðja Elmar og Lauga

INNBAKAÐAR LUNDIR

Hráefni:

12 lambalundir eða 1 svínalund

250 gr. Smjördeig

1 lítil rauð paprika

1 lítil græn paprika

12 meðalstórir sveppir

1,5 dl. Kjötkraftur (Vatn + tveir teningar)

Sósujafnari

Sítrónupipar

1 egg

Snöggsteikið lambalundirnar í matarolíu.

Skerið paprikur og sveppi smátt og léttsteikið í olíu

Bætið kjötkrafti útí og þykkið með sósujafnara

Kælið kjötið og grænmetisblönduna.

Skiptið smjördeiginu í sex jafna hluta. Fletið hvern hluta út svo hann verði um 15 x 20 cm.

Leggið tvær lundir og grænmetisblöndu á miðja hverja plötu, lokið og þrýstið

saman brúnum með gaffli. Penslið með eggi. Sáldrið sítrónupipar yfir.

Bakið í 190° C heitum ofni í 15 mínútur

Meðlæti ferskt salat og sætar kartöflur


Athugasemdir

22.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst