Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar Matgæðingar vikunnar eru hjónin Anna María og Óskar (Anna María Björnsdóttir og Óskar Þórðarson)

Fréttir

Matgæðingur vikunnar

Anna María & Óskar
Anna María & Óskar

Matgæðingar vikunnar eru hjónin Anna María og Óskar (Anna María Björnsdóttir og Óskar Þórðarson).

Við skorum á Sillu Guðbrands og Sævar að koma með uppskrift fyrir miðvikudag í næstu viku.

 Hér kemur einfaldur fiskréttur á pönnu. 

Hráefni:


-1 box sveppir
-1 stk paprika
-1 peli rjómi
-1 stk sjávarréttaostur
-Karrý og fiskikrydd eftir smekk
-3-4 fiskflök
-1 stk Epli


Aðferð:
Sveppir og paprika steikt á pönnu. Rjómi og sjávarréttaosturinn settur út í ásamt því að krydda með karrý og fiskikryddi. Þegar bragðlaukarnir eru ánægðir þá er fiskurinn settur út á pönnuna og látið malla í 15 mínútur. Eplin eru skorin í bita og sett út í síðustu 5 mínúturnar. Gott að bera fram með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.


Athugasemdir

29.febrúar 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst