Eilífðin komin á flot
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 23.08.2009 | 00:01 | | Lestrar 780 | Athugasemdir ( )
Loksins, loksins, sagði Gummi, er Eilífðin komin á flot. Þetta er bátur þeirra Skúla Jóns byggingameistara og Guðmundar Einarssonar verslunarstjóra,
sem hafa síðustu árin verið að dunda við og betrumbæta hið gullna fley, sem væntanlega mun bera nafnið Eilífðin.
Þeir félaga hafa umturnað öllu öðru en sjálfum skrokk bátsins. Þeir hafa byggt glæsilega yfir bátinn og innréttað, búið til öfluga vélafestingu fyrir aflmikla vél sem þeir komu fyrir í bátnum (stór í hlutfalli við bátinn) um 200 hesta Volvo vél sem ætti að koma bátnum á allmikla ferð.
Þegar ljósmyndarinn kom á vettvang seinnipartinn í gær, var báturinn nýkominn á flot og undirbúningur hafinn vegna gangsetningar, sem þeir félagar vonuðu að færi að óskum.
En þeir eru klárir drengirnir, hvort heldur er ofansjávar eða neðansjávar, en báðir eru þeir atvinnukafarar að aukastarfi.
sem hafa síðustu árin verið að dunda við og betrumbæta hið gullna fley, sem væntanlega mun bera nafnið Eilífðin.
Þeir félaga hafa umturnað öllu öðru en sjálfum skrokk bátsins. Þeir hafa byggt glæsilega yfir bátinn og innréttað, búið til öfluga vélafestingu fyrir aflmikla vél sem þeir komu fyrir í bátnum (stór í hlutfalli við bátinn) um 200 hesta Volvo vél sem ætti að koma bátnum á allmikla ferð.
Þegar ljósmyndarinn kom á vettvang seinnipartinn í gær, var báturinn nýkominn á flot og undirbúningur hafinn vegna gangsetningar, sem þeir félagar vonuðu að færi að óskum.
En þeir eru klárir drengirnir, hvort heldur er ofansjávar eða neðansjávar, en báðir eru þeir atvinnukafarar að aukastarfi.
Athugasemdir