Og hvernig er svo ástandið í gamla kirkjugarðinum ? Myndir

Og hvernig er svo ástandið í gamla kirkjugarðinum ? Myndir Ja..... efsti hlutinn í gamla kirkjugarðinum er reyndar vel sleginn og snyrtilegur en restin er

Fréttir

Og hvernig er svo ástandið í gamla kirkjugarðinum ? Myndir

Gamli kirkjugarðurinn
Gamli kirkjugarðurinn

Ja..... efsti hlutinn í gamla kirkjugarðinum er reyndar vel sleginn og snyrtilegur en restin er einna helst líkastur Regnskógum í Suður Ameríku.

Greinin um hörmungar ástand syðri kirkjugarðsins hefur vakið mikla athygli og bæði Pressan.is og MBL. is vitnað í greinina og birt myndir.

Það er augljóst á viðbrögðum bæjarbúa sem og annarra lesenda Sigló.is að fólk er miður sín yfir þessu ástandi.

Mér og mörgum öðrum bæjarbúum finnst að Sigurður Hlöðversson formaður sóknarnefndar svari blaðamanni MBL á svolítið hrokafullan hátt og svo auglýsir hann einnig eftir fólki í sjálfboðavinnu:

Sig­urður Hlöðvers­son, formaður sókn­ar­nefnd­ar seg­ir ástandið á Sigluf­irði lítið verra en í öðrum kirkju­görðum lands­ins. Þá seg­ir hann fjár­skort og vönt­un á mannafla helstu or­sak­ir vand­ans. „Við höf­um bara ekki fengið mann­skap í að leysa þetta en málið fer allt að kom­ast í lag. Ég held að þetta sé ekki í meiri ólestri hér held­ur en víða,“ seg­ir Sig­urður.

Hann seg­ir að aug­lýst hafi verið eft­ir fólki til að sinna um­hirðu í garðinum en aðeins einn hafi haft sam­band. „Það væri ekki verra ef ein­hverj­ir góðir borg­ar­ar vildu bara hjálpa okk­ur við þetta í sjálf­boðavinnu. Ann­ars er strák­ur sem var hérna í fyrra að reyna að bjarga þessu á ein­hvern hátt. Hann er í ann­arri vinnu en kem­ur tvo daga í viku og er byrjaður á verk­inu,“ seg­ir Sig­urður." 

Sjá öll svör Sigurðar hér í viðtali við MBL.IS 

Sigurður Hlöðversson, þú getur haft það á hreinu að það er ekki verið að skammast út í einhvern strák með þessum skrifum.
Þetta er nú ekki beinlínis eins manns verk, eða hvað ?  En greyið er nú að reyna að redda þessu eftir bestu getu akkúrat núna.

Verum ekki í þeim leik að benda á aðra og finna upp aulalegar afsakanir, finnið heldur sómasamlegar lausnir strax því ÞETTA ER EKKI Í LAGI

Það er öllum bæjarbúum ljóst að einhver hefur fengið borgað fyrir að sinna þessu máli ILLA í mörg, mörg ár. 

Og sendu okkur á Sigló.is gjarnan myndir frá ástandi annarra kirkjugarða máli þínu til stuðnings.

Þá finnst mér svör frá Guðnýjar Pálsdóttur sem einnig situr í sóknarnefnd mun málefnalegri. Sjá svör hennar hér í kommentakerfi Sigló.is

Hver er þá tilgangur kirkjugarða ?

Er það að geta raðað látnu fólki eins og síld í tunnu í þéttar raðir til að spara pláss og peninga ?

Eins og augljóslega sést á efri bökkum í suður garðinum þar sem ómögulegt er að komast að leiðum án þess að ganga yfir önnur leiði.
Þarna koma upp spurningar um skipulagsleysi og annað sem snerta uppbyggingu suður garðsins frá upphafi. Í upphafi hefur ekki verið undirbúnir fleiri stallar og þess vegna er "plássleysi" þarna á stalli 2 og 3 núna.

Á fyrsta stalli er hinsvegar nóg pláss fyrir aðstandendur á milli grafaraðana.

Það sama gildir um efri hluta gamla kirkjugarðsins en þar er þetta miklu verra. Þar er augljóst að einhverskonar panik hefur gripið menn þegar fór að þrengja að.
"Ó, Guð plássið er að verða búið" öllu raðað svo þétt að ekki eru einu sinni smá stígar fyrir fólk að ganga að leiðum.

Bara hólar og hæðir sem sem ekki eru göngufærir fyrir eldri borgara án aðstoðar með fjallaklifurbúnaði frá Björgunarsveitinni.

(Sjá myndir hér neðan)

Það hlýtur að vera hlutverk kirkjugarða og þeirra sem bera ábyrgð á aðgengi þar að allir og þá meina ég ALLIR geti nálgast grafir ástvina og ættingja á mannsæmandi hátt og einnig í mannsæmandi umhverfi.

Síðan er það lámarkskrafa í hverju sómasamlegu bæjarfélagi að ættingjar okkar og ástvinir fái að hvíla í snyrtilegu og fallegu umhverfi eins og LÖG segja til um.

19. gr. Kirkjugarðsstjórnum er skylt að láta leggja brautir og gangstíga í kirkjugörðum samkvæmt staðfestum uppdrætti, gróðursetja tré og runna, slétta garðinn, ef til þess er ætlast, halda öllu þessu vel við, láta slá garðana reglulega með varúð og hafa þá að öllu leyti vel og snyrtilega hirta.
Kirkjugarðsstjórnir skulu stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.

Hér koma svo fyrst nokkrar myndir af hólum og hæðum efst í gamla garðinum og líka mynd af einkennilegri girðingu efst í garðinum.

Síðan nokkrar valdar myndir úr Regnskóginum í neðri hlutanum. 

Umfjöllun Pressunnar

Það hefur einhver keyrt á kirkjuna, þeir seku geta óhræddir gefið sig fram því presturinn er góðhjartaður maður og mun örugglega fyrirgefa þeim eftir að þeir borga fyrir skemmdirnar.

Sjá einnig: Hörmungar ástand í kirkjugarðinum

Myndir og texti: NB
(Jón Ólafur Björgvinsson) 


Athugasemdir

10.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst