SIGLÓ HÓTEL. Fullt af myndum fyrir alla sem ekki komust á opiđ hús.

SIGLÓ HÓTEL. Fullt af myndum fyrir alla sem ekki komust á opiđ hús. Og svo kom loksins ţessi dagur sem svo margir voru búnir ađ bíđa eftir. Opiđ hús

Fréttir

SIGLÓ HÓTEL. Fullt af myndum fyrir alla sem ekki komust á opiđ hús.

Um 1000 manns komu á opiđ hús Sigló Hótel
Um 1000 manns komu á opiđ hús Sigló Hótel

Og svo kom loksins ţessi dagur sem svo margir voru búnir ađ bíđa eftir.

Opiđ hús fyrir alla á Sigló Hótel.

Um eittţúsund gestir, stoltir bćjarbúar og ađrir langt ađ komnir gestir gengu um og skođuđu ţetta einstaklega glćsilega hótel hátt og lágt.

Fréttaritari gekk međ í fólkhafinu međ myndavélina og heyrđi gesti og gangandi ítrekađ segja:

"Vá, fallegt, flottir litir og útsýniđ úr öllum gluggum og af svölum skulum viđ ekki tala um."

Stórkostlegt allt saman, gestum var bođiđ uppá kaffi, kleinur, ýmiskonar gómsćtt sćtabrauđ og hákarl og brennivínssnaps.

Róbert Guđfinnsson frumkvöđull og athafnamađur hafđi ekki undan ađ taka á móti hamingjuóskum og hrósi frá stoltum bćjarbúum og margir nefndu ađ í dag efldist trú allra um upphaf nýrrar framtíđar fyrir fjörđinn okkar fagra.

Róbert Guđfinnsson stoltur og glađur, enda ekki á hverjum degi sem mađur fćr formlega ađ opna glćsilegt hótel og ađ eignast sinn fjórđa afastrák sama dag. 

Velkominn á Sigló hótel, má bjóđa ţér hákarl og brennivínsstaup eđa kaffi og sćtabrauđ ?

Fjöldi manns safnađist saman í hinum stóra og bjarta mótökusal hótelsins, en ţar er einnig Sunnubar og í bakgrunninum sést í hina fallegu koníaks/kokteilstofu sem hleypir ljósi í gegnum allt móttökusvćđiđ.

Gómsćtt sćtabrauđ fór í miklu magni í maga bćjarbúa.

Hin glćsilega koníaks/kokteilstofa međ útsýni yfir alla höfnina.

Glćsilega innrétt herbergi međ mildum litum og skemmtilegum gluggabekkjum ađ sitja á og dáđst ađ hinu fallega útsýni.

Mildir og róandi litir eru í öllum herbergjum og á gólfi er fallegt parket. Takiđ eftir lampanum međ innbyggđum innstungum og usb-hleđslu möguleikum.

Útsýni úr glugga fundarsals á efri hćđ.

Mynd tekin frá sölum svítu ofan viđ ađalinngang. Bjarkey Gunnarsdóttir alţingiskona veifar til okkar en hún skrapp í heimsókn úr austurbćnum enda er ţetta bara korters keyrsla.

Glćsileg ljósakróna í svítuherbergi.

Séđ inní bađherbergi svítu.

Veriđ er ađ ljúka byggingu á heitum pottum sunnan viđ hóteliđ.

Róbert hafđi ekki undan viđ ađ taka á móti hamingjuóskum og hrósi frá bćjarbúum og öđrum gestum.

Steini Vigg SI 110 mćttur á stađinn til ađ fullkomna sviđsmyndina.

Hćgt er ađ sitja úti framan viđ Restaurant Sunnu, börnunum fannst ţađ spennandi ađ leika viđ hettumávana.

Sigríđur María Róbertsdóttir hótelstjóri sýnir ömmu Steinu myndir í símanum viđ Sunnubar.

Margar fallegar ljósmyndir úr ljósmyndasafni Siglufjarđar prýđa veggi hótelsins, ţessi stóra mynd er í mótökusalnum og sýnir Sunnubrakkan og allt ţar um kring á árum síldarćvintýrsins.

Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 - 0089 


Athugasemdir

23.júlí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst