Snjóflóđ féll viđ Strákagöng

Snjóflóđ féll viđ Strákagöng Vísir sagđi svo frá í morgun ađ snjóflóđ hafi falliđ Siglufjarđarmegin viđ Strákagöng í gćrkvöldi og lokađi veginum. Enginn

Fréttir

Snjóflóđ féll viđ Strákagöng

Strákagöng
Strákagöng

Vísir sagði svo frá í morgun að snjóflóð hafi fallið Siglufjarðarmegin við Strákagöng í gærkvöldi og lokaði veginum. Enginn var þar á ferð þegar flóðið féll, en skömmu síðar bar þar að bíla, sem voru að koma úr Skagafirði, og selfluttu björgunarsveitarmenn fólkið úr þeim yfir flóðið, en vegurinn verður ekki ruddur fyrr en búið verður að kanna aðstæður nánar. 

Mikil snjóflóðahætta er nú á utanverðum Tröllaskaga, að mati Veðurstofunnar þar sem nýfallinn snjór er ofan á eldri og stöðugri snjóalögum. 

Vegir urðu víða ófærir á norðausturlandi í gærkvöldi eftir töluverða snjókomu, og gengið hefur á með éljum á þessu landssvæði í nótt. 

Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða fólk  í vandræðum á vegum, víða á svæðinu í gærkvöldi, en nú er víðast hvar byrjað að ryðja.

Á vef vegagerðarinnar segir að ekki sé búið að ryðja Siglufjarðarveg en veður hefur gengið nokkuð niður. Mikil snjóflóðahætta er enn á utanverðum Tröllaskaga.

Mynd: Vísir
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og af vef  Vísis

 Athugasemdir

23.júní 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst