Arnfinna Björnsdóttir er í föstudagsviðtalinu
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 27.03.2009 | 20:00 | | Lestrar 674 | Athugasemdir ( )
Arnfinna er með þekktari Siglfirðingum í dag. Alltaf heilsar hún með bros á vör og dregur fólk aldrei í dilka. Landsþekkt er lipurð hennar í fiskibúðinni um verslunarmannahelgar þegar búðin er opnin fram á nótt og sama fólkið kemur ár eftir ár til að fá harðfisk eða rúgbrauð með síld.
Hvað er að frétta og hvað er framundan hjá þér:
Það er allt gott að frétta hjá mér. Framundan er sýning sem ég er að taka þátt í sem nefnist "List án landamæra" og það eru nokkrir aðilar hér í bænum sem eru að vinna að handverki sem ætla að taka þátt í þessari sýningu og þar á meðal eru leirlistakonur og Gallerí Sigló sem er að mála á postulín og svo eru einnig listamenn frá Ólafsfirði, því þetta verða sýningar á báðum stöðum. Sýningin verður á Ólafsfirði 2. maí og hér á Siglufirði 5. maí, 4 daga á hvorum stað. Ég er búin að vera að vinna verk í sýninguna, til þess að hafa eitthvað. Þetta er bara gaman.

Hvað ertu búin að vera í þessu lengi:
Ég er búin að vera í handverki frá því ég man eftir mér. Ég leiðbeindi föndur hér áður fyrr, var með föndrið úti á Dvalarheimili og leiðbeindi í föndri hjá Kvenfélaginu en við vorum oft með bazar til fjáröflunar fyrir félagið. Og svo þegar ég komst inn á eftirlaun hjá bænum, sem ég hafði unnið hjá í 37 ár, þá ákvað ég að hætta að vinna og fara að snúa mér að því sem ég hef gaman af. Og svo er náttúrlega annað í þessu að ég hef verið grimmur safnari í gegnum tíðina og það fylgja mér rosaleg söfn sem ég var í hálfgerðum vandræðum með þegar ég missti húsnæði sem ég var með til leigu hér ofar í Aðalgötu og þá þurfti ég að útvega mér húsnæði undir allt safnið eða henda því bara á haugana. En hún Hrólfdís sem átti þetta hús og hafði nýlega hætt með verslunina sem hún rak hérna, bauð mér að vera í húsinu, sem ég síðan keypti af henni, þó svo ég væri nú bara á eftirlaununum. En þetta hefur gengið alveg þokkalega, ég hef selt svona eina og eina mynd og haft uppí kostnað, en vinnan sem ég er að vinna hérna er nú meira svona til að hafa gaman að þessu og hafa til gjafa handa vinum og ættingjum. Þetta er bara mitt líf og yndi, ég hef alla tíð verið að teikna og mála og í öðru handverki, en myndverkið heillar mig alveg svakalega, ég hef mjög gaman að vinna svona myndverk.

Er íslenskt handverk í sókn:
Já, mjög mikið. En ég hafði nú gaman af því að ég prufaði að auglýsa svona prjónakaffi, sem er nú svolítið vinsælt fyrir sunnan og hefur verið undanfarið, því nú er lopinn kominn í svaka tísku, það vilja allir vera í lopa. Svo ég gerði nokkrar prjónaprufur fyrir konur sem höfðu verið að ýja að þessu við mig, en því miður þá datt það nú fljótlega upp fyrir sig.

Er eitthvað handverk skemmtilegra en annað:
Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, ég hef nátturulega verið í svo fjölbreyttu handverki, en ég hef mest gaman af því sem ég er að gera núna og það eru þessar klippimyndir.

Ertu með bílpróf og ekur þú mikið:
Já, ég er með bílpróf. En ég hef nú ekki keyrt bíl í 30 ár. En ég er nú svo góð með mig að ég er nú alltaf að spá í það að byrja að keyra svo ég sé ekki svona háð eiginmanninum.

Ég hef heyrt einhverjar sögur um þig og VÍS skrifstofuna:
Já, já, já, það var nú alveg brandari. Ég held þetta hafi bara verið daginn eftir að ég fékk bílprófið, sem ég fékk lánaðann bílinn hjá pabba. Hann átti Ford Fairline, sem var enginn smá kaggi, stór og mikill bíll, en ég hafði lært á Wolksvagen, þessa litlu, þannig að það voru frekar mikil viðbrigði að fara yfir í Ford Fariline. En þennan dag þá bauð ég Eysteini með mér á rúntinn og þegar við erum að koma hér niður Aðalgötuna, þá segir hann við mig "keyrðu mig út á Öldubrjót, það var að koma skip", svo ég tek beyjuna, en þá hafði einhver sem var að fara inn á Hótel Hvanneyri lagt bílnum sínum við dyrnar þar, og það er ég sem keyri bara aftan á þann bíl og var ekkert að spá í að rétta stýrið af heldur keyrði bara yfir götuna og á VÍS húsið. En ég eyðilagði ekki neitt nema bara gluggakarmana sem betur fer. Þarna var þá til húsa verkstæði sem hét Raflýsing.

Er Eysteinn duglegur í eldhúsinu og hvað gerir hann þá helst:
Sko, Eysteinn er ekki duglegur í eldhúsinu heima hjá sér, en hann er ógeðslega duglegur í eldhúsinu niðri í Fiskbúð. Þar eldar hann. Og ég fer í mat til hans í hádeginu. Það er yndislegt. Ég fer til hans um 11 leitið á morgnana, og þá til að hjálpa honum að gera sósur og ef það er eitthvað sem hann ekki getur gert sjálfur. Hann er mjög seigur í öllu sem er soðið, en þarf stundum smá aðstoð við steikingu. Og svo borðum við þarna í hádeginu ásamt öðrum sem þarna koma og kaupa sér mat. Eftir uppvask og þrif lokum við í smá tíma, tökum smá rúnt og kíkjum aðeins heim eða niður í vinnustofu. Ég er svo hérna niður frá alveg til klukkan 6 og finnst mér yndislegt að geta komið hingað niðureftir til að vinna. Þegar húsverkunum er lokið heima fyrir er ekki yfir neinu að hanga og hefur mér alltaf þótt gott að komast út úr húsi.

Við þökkum Abbý fyrir skemmtilega stund á vinnustofunni hjá henni og skorum á fólk að heimsækja listakonuna miklu.
Hvað er að frétta og hvað er framundan hjá þér:
Það er allt gott að frétta hjá mér. Framundan er sýning sem ég er að taka þátt í sem nefnist "List án landamæra" og það eru nokkrir aðilar hér í bænum sem eru að vinna að handverki sem ætla að taka þátt í þessari sýningu og þar á meðal eru leirlistakonur og Gallerí Sigló sem er að mála á postulín og svo eru einnig listamenn frá Ólafsfirði, því þetta verða sýningar á báðum stöðum. Sýningin verður á Ólafsfirði 2. maí og hér á Siglufirði 5. maí, 4 daga á hvorum stað. Ég er búin að vera að vinna verk í sýninguna, til þess að hafa eitthvað. Þetta er bara gaman.
Hvað ertu búin að vera í þessu lengi:
Ég er búin að vera í handverki frá því ég man eftir mér. Ég leiðbeindi föndur hér áður fyrr, var með föndrið úti á Dvalarheimili og leiðbeindi í föndri hjá Kvenfélaginu en við vorum oft með bazar til fjáröflunar fyrir félagið. Og svo þegar ég komst inn á eftirlaun hjá bænum, sem ég hafði unnið hjá í 37 ár, þá ákvað ég að hætta að vinna og fara að snúa mér að því sem ég hef gaman af. Og svo er náttúrlega annað í þessu að ég hef verið grimmur safnari í gegnum tíðina og það fylgja mér rosaleg söfn sem ég var í hálfgerðum vandræðum með þegar ég missti húsnæði sem ég var með til leigu hér ofar í Aðalgötu og þá þurfti ég að útvega mér húsnæði undir allt safnið eða henda því bara á haugana. En hún Hrólfdís sem átti þetta hús og hafði nýlega hætt með verslunina sem hún rak hérna, bauð mér að vera í húsinu, sem ég síðan keypti af henni, þó svo ég væri nú bara á eftirlaununum. En þetta hefur gengið alveg þokkalega, ég hef selt svona eina og eina mynd og haft uppí kostnað, en vinnan sem ég er að vinna hérna er nú meira svona til að hafa gaman að þessu og hafa til gjafa handa vinum og ættingjum. Þetta er bara mitt líf og yndi, ég hef alla tíð verið að teikna og mála og í öðru handverki, en myndverkið heillar mig alveg svakalega, ég hef mjög gaman að vinna svona myndverk.
Er íslenskt handverk í sókn:
Já, mjög mikið. En ég hafði nú gaman af því að ég prufaði að auglýsa svona prjónakaffi, sem er nú svolítið vinsælt fyrir sunnan og hefur verið undanfarið, því nú er lopinn kominn í svaka tísku, það vilja allir vera í lopa. Svo ég gerði nokkrar prjónaprufur fyrir konur sem höfðu verið að ýja að þessu við mig, en því miður þá datt það nú fljótlega upp fyrir sig.
Er eitthvað handverk skemmtilegra en annað:
Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, ég hef nátturulega verið í svo fjölbreyttu handverki, en ég hef mest gaman af því sem ég er að gera núna og það eru þessar klippimyndir.
Ertu með bílpróf og ekur þú mikið:
Já, ég er með bílpróf. En ég hef nú ekki keyrt bíl í 30 ár. En ég er nú svo góð með mig að ég er nú alltaf að spá í það að byrja að keyra svo ég sé ekki svona háð eiginmanninum.
Ég hef heyrt einhverjar sögur um þig og VÍS skrifstofuna:
Já, já, já, það var nú alveg brandari. Ég held þetta hafi bara verið daginn eftir að ég fékk bílprófið, sem ég fékk lánaðann bílinn hjá pabba. Hann átti Ford Fairline, sem var enginn smá kaggi, stór og mikill bíll, en ég hafði lært á Wolksvagen, þessa litlu, þannig að það voru frekar mikil viðbrigði að fara yfir í Ford Fariline. En þennan dag þá bauð ég Eysteini með mér á rúntinn og þegar við erum að koma hér niður Aðalgötuna, þá segir hann við mig "keyrðu mig út á Öldubrjót, það var að koma skip", svo ég tek beyjuna, en þá hafði einhver sem var að fara inn á Hótel Hvanneyri lagt bílnum sínum við dyrnar þar, og það er ég sem keyri bara aftan á þann bíl og var ekkert að spá í að rétta stýrið af heldur keyrði bara yfir götuna og á VÍS húsið. En ég eyðilagði ekki neitt nema bara gluggakarmana sem betur fer. Þarna var þá til húsa verkstæði sem hét Raflýsing.
Er Eysteinn duglegur í eldhúsinu og hvað gerir hann þá helst:
Sko, Eysteinn er ekki duglegur í eldhúsinu heima hjá sér, en hann er ógeðslega duglegur í eldhúsinu niðri í Fiskbúð. Þar eldar hann. Og ég fer í mat til hans í hádeginu. Það er yndislegt. Ég fer til hans um 11 leitið á morgnana, og þá til að hjálpa honum að gera sósur og ef það er eitthvað sem hann ekki getur gert sjálfur. Hann er mjög seigur í öllu sem er soðið, en þarf stundum smá aðstoð við steikingu. Og svo borðum við þarna í hádeginu ásamt öðrum sem þarna koma og kaupa sér mat. Eftir uppvask og þrif lokum við í smá tíma, tökum smá rúnt og kíkjum aðeins heim eða niður í vinnustofu. Ég er svo hérna niður frá alveg til klukkan 6 og finnst mér yndislegt að geta komið hingað niðureftir til að vinna. Þegar húsverkunum er lokið heima fyrir er ekki yfir neinu að hanga og hefur mér alltaf þótt gott að komast út úr húsi.
Við þökkum Abbý fyrir skemmtilega stund á vinnustofunni hjá henni og skorum á fólk að heimsækja listakonuna miklu.
Athugasemdir