Aukinn ýsuafli fluttur út óunninn.

Aukinn ýsuafli fluttur út óunninn. Alls voru flutt út 51.658 tonn af óunnum botnfiski á erlenda ísfisksmarkaði á tímabilinu janúar - október 2008 sem er

Fréttir

Aukinn ýsuafli fluttur út óunninn.

Ýsa.
Ýsa.
Alls voru flutt út 51.658 tonn af óunnum botnfiski á erlenda ísfisksmarkaði á tímabilinu janúar - október 2008 sem er 16,7% meira magn en flutt var út á sama tíma 2007, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Meiri útflutningur ýsu vegur þar þyngst og virðist drjúgum hluta af aukningu ýsuaflans milli ára hafa verið ráðstafað á þennan hátt. Alls voru flutt út 21.540 tonn af ýsu miðað við 15.923 tonn fyrstu 10 mánuði ársins 2007. Útflutningur á þorski nam 5.459 tonnum, sem er svipað og í fyrra. Verðmæti útflutningsins jókst um tæplega helming. Lækkun á gengi íslensku krónunnar vegur þyngst í 28% verðhækkun útflutts ískfisks milli ára. „Þegar kannaður er ísfisksútflutningur í nýliðnum október og hann borinn saman við útflutninginn í sama mánuði í fyrra þá vekur athygli að magnið óx ekki verulega. Að vísu jókst útflutt magn úr 4.339 tonnum í 4.700 tonn sem er í takt við aukningu heildarútflutningsins milli ára. Sú aukning staðfestir hinsvegar ekki orðróm um stóraukinn ísfisksútflutning í október vegna liðugra streymis gjaldeyris milli landa í slíkum viðskiptum en í öðrum viðskiptum með íslenska útflutningsframleiðslu. En eins og kunnugt er hafa verið miklir erfiðleikar í greiðslumiðlun milli Íslands og annarra landa í kjölfar hruns íslensku bankanna,“ segir á vef Fiskistofu.

Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst