Ekki enn búin að ákveða sig
visir.is | Fréttir á landsvísu | 07.12.2008 | 20:51 | | Lestrar 185 | Athugasemdir ( )
Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins segist ánægð með að komnir séu fram kandídatar sem gefa kost á
sér til forystu í flokknum.
Hún segir flokksþing þó ekki vera fyrr en í janúar og hún muni tilkynna um sína ákvörðun þegar fram líða stundir.
„Ég hef ekkert ákveðið með hvort það verði af eða á," segir Siv aðspurð hvort hún ætli að blanda sér í formannsslaginn. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Valgerður Sverrisdóttir núverandi formaður gefið út að hún ætli sér ekki að sækjast eftir formennsku í flokknum. Þrír aðilar, Höskuldur Þórhallsson þingmaður, Páll Magnússon bæjarritari í Kópavogi og Jón Vigfús Guðjónsson sjómaður hafa þegar lýst yfir formannsframboði. Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið í janúar og ljóst er að ný forysta verður þá kosin í flokknum. Siv segir að formannsframboð hafi ekki verið á dagskrá hjá sér hingað til enda hafi hún stutt sitjandi forystu, en nú sé ljóst að hún sé farin frá.
„Ég mun ræða við flokksmenn og það er nægur tími til stefnu."
Vísir, 07. des. 2008
Hún segir flokksþing þó ekki vera fyrr en í janúar og hún muni tilkynna um sína ákvörðun þegar fram líða stundir.
„Ég hef ekkert ákveðið með hvort það verði af eða á," segir Siv aðspurð hvort hún ætli að blanda sér í formannsslaginn. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Valgerður Sverrisdóttir núverandi formaður gefið út að hún ætli sér ekki að sækjast eftir formennsku í flokknum. Þrír aðilar, Höskuldur Þórhallsson þingmaður, Páll Magnússon bæjarritari í Kópavogi og Jón Vigfús Guðjónsson sjómaður hafa þegar lýst yfir formannsframboði. Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið í janúar og ljóst er að ný forysta verður þá kosin í flokknum. Siv segir að formannsframboð hafi ekki verið á dagskrá hjá sér hingað til enda hafi hún stutt sitjandi forystu, en nú sé ljóst að hún sé farin frá.
„Ég mun ræða við flokksmenn og það er nægur tími til stefnu."
Vísir, 07. des. 2008
Athugasemdir