Fjórðungur þjóðarinnar á Facebook.
mbl.is | Fréttir á landsvísu | 11.11.2008 | 12:03 | | Lestrar 219 | Athugasemdir ( )
Rúmlega 75.000 Íslendingar, tæplega fjórðungur þjóðarinnar, eru nú skráðir á samskiptavefnum Facebook. Konur talsvert fleiri
en karlar, eða 45.760 talsins. Karlarnir eru 27.320 miðað við skráninguna í dag.
Skv. upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru Íslendingar 320.000 talsins. Mark Zuckerberg fékk hugmyndina að Facebook þegar hann var við nám
í Harvard og hleypti síðunni af stokkunum árið 2004. Facebook átti upphaflega að auðvelda Harvard-nemum að eiga samskipti innbyrðis en
fljótlega tóku aðrir háskólar í Bandaríkjunum að tengja sig við Facebook-netið og í kjölfarið allur heimurinn, svo að
segja, því skráðir notendur eru nú yfir 100 milljónir.
Athugasemdir