Föstudagsviðtalið

Föstudagsviðtalið Það muna vera Egill Rögnvaldsson sem mun vera í fyrsta föstudagsviðtalinu. Egill var spurður hvað væri helst á döfinni hjá honum á

Fréttir

Föstudagsviðtalið

Egill Rögnvaldsson
Egill Rögnvaldsson
Það muna vera Egill Rögnvaldsson sem mun vera í fyrsta föstudagsviðtalinu. Egill var spurður hvað væri helst á döfinni hjá honum á næstunni en hann er staðarhaldari á skíðasvæðinu í Skarðsdal.
Egill segir að það sé von á fullt af gestum um helgina og hann eigi von á um 600 hundruð manns á skíði, það sem stendur uppúr og er alger nýjung er vélsleðamót í botninum á Skarðsdalnum austanverðum nánar tiltekið við Pétursbrekku. Um 20 keppendur hafa skráð sig til leiks og reiknað er með 500  áhorfendum til að fylgjast með keppninni, mótið hefst á laugardaginn kl. 14 en kapparnir munu æfa sig á föstudeginum. Útbúin hefur verið fluttningsbraut austan við skíðaskálann og lyfturnar þannig að vélsleðarnir fari ekki inná skíðaleiðir, tveir snjóbílar munu sjá um að selflytja fótgangandi uppá keppnissvæðið og niður aftur. Lítið annað mun komast að hjá Agli þessa helgina en Skarðsdalurinn en þess má geta að Egill er liðsmaður Hyrnunar í öldungablaki og svo skemmtilega vill til að það er einmitt blakmót hér á Siglufirði þessa helgina en því miður getur Skarðsprinsinn ekki tekið þátt í því.

Athugasemdir

13.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst