Frumvarp að háskóla á Ísafirði

Frumvarp að háskóla á Ísafirði Frumvarp til laga um háskóla á Ísafirði hefur verið lagt fram á Alþingi. „Hugmyndin að stofnun Háskóla á Vestfjörðum

Fréttir

Frumvarp að háskóla á Ísafirði

Ísafjörður. Ljósmynd bb.is
Ísafjörður. Ljósmynd bb.is
Frumvarp til laga um háskóla á Ísafirði hefur verið lagt fram á Alþingi. „Hugmyndin að stofnun Háskóla á Vestfjörðum á sér nokkurn aðdraganda. Á 130. löggjafarþingi var lögð fram þingsályktunartillaga, sem ekki fékkst samþykkt, þar sem skorað var á ráðherra menntamála að beita sér fyrir stofnun háskóla á svæðinu.
 Er þar m.a. vísað til þess að helstu rökin fyrir stofnun skólans væru af byggðarlegum toga enda benti reynsla af stofnun Háskólans á Akureyri til þess að slík stofnun gæti stutt vel við byggð í landinu, segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Vonir standa til þess að með stofnun háskóla verði áhrif erfiðs byggðavanda Vestfirðinga milduð enda má gera ráð fyrir að háskóla fylgi aukin tækifæri til nýsköpunar og sérhæfingar. Vestfirðingar hafa staðið frammi fyrir erfiðum byggðavanda undanfarin ár og hafa stjórnvöld viðurkennt vandann, nú síðast með boðuðum mótvægisaðgerðum vegna samdráttar í veiðum á þorski fyrir næstu fiskveiðiár. Vestfirðingar búa við einhæft atvinnulíf og því ljóst að samdrátturinn mun hafa veruleg áhrif á afkomu fólks á svæðinu“, segir í greinargerðinni. Í frumvarpinu segir að Háskólinn á Ísafirði sé vísindaleg mennta- og rannsóknastofnun. Hann veitir stúdentum sínum menntun til að sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum og til að gegna ýmsum ábyrgðarstörfum í atvinnulífinu. Háskólanum er heimilt að veita framhaldsmenntun og endurmenntun í þeim fræðum sem stunduð eru í deildum hans.[…] Kjarninn í starfsemi Háskólans á Ísafirði er kennsla og rannsóknir. Ætla má að námskrá háskólans muni taka sérstakt mið af sérstöðu Vestfjarðasvæðisins auk þess sem umfang starfseminnar kemur til með að ráðast af fjárveitingum Alþingis, samningum sem gerðir verða við menntamálaráðuneytið á grundvelli VIII. kafla laga um háskóla og fjárframlögum frá öðrum aðilum. Óskað hefur verið eftir umsögn bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð lét bóka að það fagni öllum tillögum er miða að því að festa háskólakennslu og háskólastarfsemi enn frekar í sessi á Vestfjörðum. Jafnframt minnir bæjarráð á fyrri samþykktir bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um Háskóla á Ísafirði.

Þingskjalið má nálgast á vef Alþingis.



Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst