Héri Hérason
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 24.03.2009 | 13:25 | | Lestrar 647 | Athugasemdir ( )
Æfingar standa nú yfir á leikritinu Héri Hérason hjá Leikfélaginu. Æfingar og sýningar munu fara fram í nýsköpuðum leiksal eða nánar tiltekið þar sem rækjuverksmiðja Póla var. Leikfélagsfólkið hefur skapað skemmtilegan sal og svið í ónýttu verksmiðjuhúsi.
Stefnt er að sýningum um páskana. Ingibjörg Ásgeirsdóttir segir nú frá leikritinu.
Leikritið heitir Héri Hérason og er gamanleikrit. Þar segir frá fjölskyldu einni sem þarf að hafa fyrir því að láta enda ná saman. Mamman stýrir fjölskyldunni og gerir sitt besta til að fjölskyldulífið gangi sinn vanagang. Flest börnin eru flutt að heiman en yngsti sonurinn Héri er enn í föðurhúsum. Höfundur leikritsins heitir Coline Serreau og er frá Frakklandi. Hún er ansi fjölhæf, er leikkona, rithöfundur, leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður. Ein frægasta mynd hennar heitir á íslensku ‘ Þrír menn og barn‘. Bandaríska útgáfan af þeirri mynd sló í gegn á sínum tíma og var ansi vinsæl hér á landi.
Fleiri myndir HÉR
Stefnt er að sýningum um páskana. Ingibjörg Ásgeirsdóttir segir nú frá leikritinu.
Leikritið heitir Héri Hérason og er gamanleikrit. Þar segir frá fjölskyldu einni sem þarf að hafa fyrir því að láta enda ná saman. Mamman stýrir fjölskyldunni og gerir sitt besta til að fjölskyldulífið gangi sinn vanagang. Flest börnin eru flutt að heiman en yngsti sonurinn Héri er enn í föðurhúsum. Höfundur leikritsins heitir Coline Serreau og er frá Frakklandi. Hún er ansi fjölhæf, er leikkona, rithöfundur, leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður. Ein frægasta mynd hennar heitir á íslensku ‘ Þrír menn og barn‘. Bandaríska útgáfan af þeirri mynd sló í gegn á sínum tíma og var ansi vinsæl hér á landi.
Fleiri myndir HÉR
Athugasemdir