Hvítabjörninn reyndist rígfullorðinn.

Hvítabjörninn reyndist rígfullorðinn. Hvítabjörninn sem felldur var á Þverárfjalli í sumar var rígfullorðinn, kominn á 22. aldursár. Hann var því kominn í

Fréttir

Hvítabjörninn reyndist rígfullorðinn.

Hvítabjörn
Hvítabjörn
Hvítabjörninn sem felldur var á Þverárfjalli í sumar var rígfullorðinn, kominn á 22. aldursár. Hann var því kominn í hóp allra elstu hvítabjarna í stofninum sem ekki verða eldri en 20-25 ára. Birnan, sem felld var skömmu síðar við Hraun, var einnig komin af léttasta skeiði, annaðhvort 12 eða 13 ára. Lokið er á Tilraunastöðinni á Keldum fyrstu athugunum á hvítabjörnunum sem syntu til landsins á Skaga í júní sl. Athuganirnar eru gerðar fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands. Karl Skírnisson dýrafræðingur útbjó þunnsneiðar af tönnum dýranna til að telja í þeim árhringi og ráða í lífssögu einstaklinganna. Björninn var ennþá frjór þegar hann var felldur. Fengitíðin í stofninum er í apríl og maí og var því nýliðin þegar dýrið synti til lands. Skagabirnan er talin hafa átt afkvæmi 3 sinnum og alltaf náð að ala húna sína upp. Líkur eru á að húnn eða húnar úr síðasta gotinu hafi orðið sjálfstæðir nokkrum mánuðum áður en birnan lagði í sundferðina til Íslands. Birnan var örmagna og að dauða komin þegar hún náði landi við Hraun.

Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst