Jakob Kárason í föstudagsviðtalinu

Jakob Kárason í föstudagsviðtalinu Kobba Kára þarf vart að kynna fyrir fólki, en drengurinn er fyrir löngu orðin frægur á meðal Siglfirðinga innanlands

Fréttir

Jakob Kárason í föstudagsviðtalinu

Jakob Kárason.
Jakob Kárason.
Kobba Kára þarf vart að kynna fyrir fólki, en drengurinn er fyrir löngu orðin frægur á meðal Siglfirðinga innanlands sem utan. Jakob var á yngri árum liðtækur knattspyrnumaður og harður í horn að taka og gott ef ekki aðeins liprari en bræður hans á vellinum. Nú bakar hann allt mögulegt ofan í Siglfirðinga og lætur vel af sér sem besti bakari bæjarins.
Hvað er framundan hjá þér:

Það sem er helst framundan hjá okkur núna er að við erum byrjuð að undirbúa páskana sem vonandi verða stórir í ár, það bendir allt til þess. Í vetur hefur sjaldan verið jafn mikið af fólki sem sótt hefur skíðasvæðið okkar, þannig að við erum bara spennt fyrir páskunum.


Hver eru þín áhugamál:

Þau snúa fyrst og fremst að íþróttum og þar sem ég er gamall knattspyrnumaður þá liggur áhuginn helst þar. Útivistin á einnig huga minn, en svo meigum við ekki gleyma því að ég er útgerðarmaður, við bræðurnir eigum saman trillu og það er mikill áhugi fyrir því.



Hvernig getum við gert góðan bæ betri:

Við búin náttúrulega í góðu bæjarfélag, Fjallabyggð. Og er ég þeirra skoðunar að við þurfum að fókusera á það að styrkja það sem við höfum. Það er margt að gerast í atvinnumálum og ef partur af því nær í gegn, þá held ég að við séum með mjög gott samfélag.



Ertu ánægður með unglinga á Siglufirði í dag:

Já, ég er mjög ánægður með þá í alla staði. T.d. Skólahreysti-krakkarnir okkar eru að gera frábæra hluti, og eins og ég hef margoft sagt um umgengni unglinga að þegar við fyrst byrjuðum með bakaríið hérna þá voru hlutir oft skemmdir hérna hjá okkur, en það er algjörlega liðin tíð. Í dag er ekkert verið að skemma hérna, krakkarnir ganga mjög vel um, og eru bara til fyrirmyndar. Ekkert vandamál með þau.



Hvað brenndir þú af mörgum vítum á ferlinum:

Það var nú bara þannig að ég var aldrei notaður sem vítaskytta.... ég tók aldrei víti þannig að ég brenndi aldrei af en oftast lá boltinn í netinu ef ég þrumaði á markið langt utan af velli.



Besta samloka sem þú hefur smakkað:

Ég verð auðvitað að hampa því sem við erum að gera hérna, og ætli það sé ekki bara sú sem hefur lifað lengst hérna í bakaríinu. Við köllum hana bara "númer 1". Það er nú bara langloka númer eitt. Hún á nú bara sinn sess í mínum huga, enn þann dag í dag.



Við þökkum Kobba og Elínu kærlega fyrir, en Elín barðist hart fyrir því að fá að vera með á mynd.



















Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst