Kostar 20-30 milljónir króna að fá nafn sitt á deildina
visir.is | Fréttir á landsvísu | 14.02.2009 | 08:33 | | Lestrar 207 | Athugasemdir ( )
Örlög Landsbankadeildarinnar réðust í gær þegar Landsbankinn ákvað að afsala sér markaðsrétti á efstu deildum karla og kvenna. Bankastjórn Landsbankans telur ekki rétt að verja háum upphæðum í kaup á markaðsrétti að deildunum með tilheyrandi markaðsherferð.
„Við getum einfaldlega ekki réttlætt það miðað við núverandi árferði að eyða þetta miklum peningum bara í nafnið á deildinni eða markaðsréttinn. Stefna bankans er að hlúa að fjölskyldunum í landinu og því gekk þetta dæmi ekki upp," sagði Viggó Ásgeirsson hjá Landsbankanum sem mun styrkja annað íþróttastarf áfram. Það er alls ekki ókeypis að fá nafn sitt á efstu deildirnar í knattspyrnunni og þegar búið er að greiða þá upphæð á eftir að leggjast í markaðsherferð með tilheyrandi kostnaði.
„Þessi kostnaður hefur verið rokkandi vegna gengisins meðal annars en er um 20 til 30 milljónir króna á ári," sagði Viggó. Það sem flækir stöðu KSÍ í því að finna nýjan styrktaraðila er sú staðreynd að sambandið framseldi markaðsréttinn til þýska fyrirtækisins Sportfive. Það fyrirtæki sem hefur áhuga á að kaupa réttinn kaupir hann því ekki af KSÍ heldur Sportfive. Eins og sjá má á tölunum hér að ofan er þýska fyrirtækið ekki að gefa þennan rétt og menn hljóta að spyrja sig að því hvort það fyrirtæki finnist hér á landi sem er til í að greiða slíka upphæð fyrir markaðsréttinn. „Við munum að sjálfsögðu reyna að finna styrktaraðila að deildinni og ég er þokkalega vongóður um að það geti tekist þó svo að tíminn sé skammur," sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, en hann staðfesti enn fremur að KSÍ hefði ekki haft neina varaáætlun uppi í erminni færi svo að Landsbankinn gengi úr skaftinu. En voru það mistök að selja markaðsréttinn yfir til Sportfive í ljósi þess að líklegra sé að KSÍ væri þægilegra í samningum um þann rétt núna en Sportfive?
„Það á allt eftir að koma í ljós," sagði Þórir og vildi í engu svara því til hvort hann óttaðist að það gæti orðið erfitt að finna nýjan styrktaraðila.
„Við getum einfaldlega ekki réttlætt það miðað við núverandi árferði að eyða þetta miklum peningum bara í nafnið á deildinni eða markaðsréttinn. Stefna bankans er að hlúa að fjölskyldunum í landinu og því gekk þetta dæmi ekki upp," sagði Viggó Ásgeirsson hjá Landsbankanum sem mun styrkja annað íþróttastarf áfram. Það er alls ekki ókeypis að fá nafn sitt á efstu deildirnar í knattspyrnunni og þegar búið er að greiða þá upphæð á eftir að leggjast í markaðsherferð með tilheyrandi kostnaði.
„Þessi kostnaður hefur verið rokkandi vegna gengisins meðal annars en er um 20 til 30 milljónir króna á ári," sagði Viggó. Það sem flækir stöðu KSÍ í því að finna nýjan styrktaraðila er sú staðreynd að sambandið framseldi markaðsréttinn til þýska fyrirtækisins Sportfive. Það fyrirtæki sem hefur áhuga á að kaupa réttinn kaupir hann því ekki af KSÍ heldur Sportfive. Eins og sjá má á tölunum hér að ofan er þýska fyrirtækið ekki að gefa þennan rétt og menn hljóta að spyrja sig að því hvort það fyrirtæki finnist hér á landi sem er til í að greiða slíka upphæð fyrir markaðsréttinn. „Við munum að sjálfsögðu reyna að finna styrktaraðila að deildinni og ég er þokkalega vongóður um að það geti tekist þó svo að tíminn sé skammur," sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, en hann staðfesti enn fremur að KSÍ hefði ekki haft neina varaáætlun uppi í erminni færi svo að Landsbankinn gengi úr skaftinu. En voru það mistök að selja markaðsréttinn yfir til Sportfive í ljósi þess að líklegra sé að KSÍ væri þægilegra í samningum um þann rétt núna en Sportfive?
„Það á allt eftir að koma í ljós," sagði Þórir og vildi í engu svara því til hvort hann óttaðist að það gæti orðið erfitt að finna nýjan styrktaraðila.
Athugasemdir