Kristján Bjarnason er í föstudagsviðtalinu

Kristján Bjarnason er í föstudagsviðtalinu Stjáni Bjarna er búinn að vera skipstjóri lengi. Stálvíkin var lengi undir hans stjórn og væri hægt að segja

Fréttir

Kristján Bjarnason er í föstudagsviðtalinu

Kristján Bjarnason skipstjóri
Kristján Bjarnason skipstjóri
Stjáni Bjarna er búinn að vera skipstjóri lengi. Stálvíkin var lengi undir hans stjórn og væri hægt að segja margar skemmtilegar sögur frá þeim tíma. Múlabergið er hans vinnustaður núna og verð ég að segja að það eru ekki mörg skipin sem eru á aldri við Múlaberg jafn snyrtileg, hvergi rusl eða drasl hjá karli enda annálaður snyrtipinni.
Hvað er framundan hjá þér?

Nú það er bara rækja og meiningin að við förum í stuttan túr til að byrja með, komum inn á þriðjudagskvöld. Ætlum að prufukeyra þetta.


Hver er eftirminnilegasti skipsfélagi þinn?

Ég get ekki svarað því, þeir eru svo margir eftirminnilegir og flestir góður, maður er búinn að vera með svo mörgum til sjóðs mar...


Hver er skemmtilegasti túrinn sem þú hefur farið í?

Anskotinn, hvernig á ég að geta svarað því ?Þeir eru allir skemmtilegir. Ég get eiginlega ekki svarað þessu því þeir eru flestir skemmtilegir sko... Maður er svo ofboðslega fljótur að gleyma þessum leiðinlegu túrum mar.... ég bara man ekki. Besti veiðitúrinn...ætli við höfum ekki verið á rækju allaveganna, þá vorum við voðalega snöggir að fá uppí 80 tonn, ég held við höfum verið í 4 daga. 80 tonn af rækju.


Nú ertu búinn að vera með hinum og þessum kokkum. Er Siggi Bald langbestur?

Ha ha ha já Siggi er djöfulli góður, enda fitnum við bara og fitnum hérna. Það er enginn skortur á neinu hérna hjá honum Sigurði. Fínn kokkur hann Siggi.


Er ekki munur að vera kominn í heimahöfn, loksins?

Jú, jú, það er mjög gaman, vonandi að þetta gangi bara vel þannig að allir hafi eitthvað út úr þessu. Það gefur mönnum aukinn kraft þegar skipið kemur hingað heim, það er mörg störf í kringum þetta.


Nú ferð þú að nálgast aldurinn, hvað tekur við þá?

Það eru nú nokkur ár í það. Þeir eru alltaf að hækka þennan helvítis aldur. En það verða vonandi bara góð ár sem taka við. Áhugamálið er auðvitað sjómennskan. Ég á hlut í lítilli trillu. Og þetta er nú svol klikkað sko. Maður er á sjó og sportið er að vera á sjó. Ha ha ha þetta er satt,,, bara bilun.


Við þökkum Stjána Bjarna kærlega fyrir.



Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst