Líf færist yfir höfnina
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 19.03.2009 | 07:00 | | Lestrar 503 | Athugasemdir ( )
Líf og fjör er að myndast við höfnina eftir langvarandi ógæftir. Véladynur línu og grásleppubáta hljómar nú loksins aftur. Petra SK 18 landaði rúmum 5 tonnum af vænum þorski að sögn Árna Stefánssonar. Otur SI 100 var að koma úr vitjun á grásleppunetunum og var afli bara sæmilegur sagði Hilmar Zophoníasson.

Nóg að gera hjá Jóni Hólm.

Árni og Haraldur í löndun.

Baldur og Hilmar gera sig klára í löndun.

Hilmar skellihlær af brandara eftirlitsmannsins.

Baldur ætlar að taka smávegis af rauðmaga með heim til Birgittu.
Nóg að gera hjá Jóni Hólm.
Árni og Haraldur í löndun.
Baldur og Hilmar gera sig klára í löndun.
Hilmar skellihlær af brandara eftirlitsmannsins.
Baldur ætlar að taka smávegis af rauðmaga með heim til Birgittu.
Athugasemdir