Loðnan er fundin í Barentshafi

Loðnan er fundin í Barentshafi Eftir víðtæka leit hefur loðnan í Barentshafi fundist á ný, en eftir að hlé varð á veiðunum fyrir meira en hálfum mánuð

Fréttir

Loðnan er fundin í Barentshafi

Ljósmynd, bb.is
Ljósmynd, bb.is
Eftir víðtæka leit hefur loðnan í Barentshafi fundist á ný, en eftir að hlé varð á veiðunum fyrir meira en hálfum mánuð vegna deilu um loðnuverð gekk illa að hafa upp á loðnunni aftur. Norðmenn þurfa að sækja loðnuna 180 mílur inn í rússnesku lögsöguna. Þrjú skip, Mögsterhav, Talbor og Libas, hafa tilkynnt á milli 750 og 1000 tonna afla hvert og fleiri skip eru á veiðum.Samkvæmt upplýsingum talsmanns norska síldarsamlagsins eru 20-30 norsk skip á leiðinni á miðin. Hann segir líklegt að loðnan muni færa sig suður á bóginn í átt að Kolaskaga og svo þaðan í vesturátt. Fiskeribladet/Fiskaren skýrir frá þessu.

Athugasemdir

13.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst