Námskeiđ í Íslenskri ţjóđartónlist

Námskeiđ í Íslenskri ţjóđartónlist Ţann 12. febrúar hefst tveggja vikna Ţjóđlaga námskeiđ sem Bára Grímsdóttir og Chris Foster halda á vegum Listaháskóla

Fréttir

Námskeiđ í Íslenskri ţjóđartónlist

Bára Grímsdóttir og Chris Foster
Bára Grímsdóttir og Chris Foster
Ţann 12. febrúar hefst tveggja vikna Ţjóđlaga námskeiđ sem Bára Grímsdóttir og Chris Foster halda á vegum Listaháskóla Íslands. 16 nemendur viđ tónlistardeild Listaháskólans hafa skráđ sig á námskeiđiđ. Megin hluti námskeiđsins verđur haldin helgina 13. – 15. febrúar  á Hólum í Hjaltadal og á Siglufirđi.
Ţjóđlaganámskeiđiđ byggist á ađ kynna fyrir nemendum íslenska, enska, írska og skoska ţjóđlagatónlist og hvar ţeir geta leitađ frumheimilda. Nemendur verđa virkir í söng og hljóđfćraleik og lćra lögin sem mest eftir heyrn ţó eitthvađ verđi ţó líka stuđst viđ nótur. Gestakennari á námskeiđinu er Mharhi Baird, flautu, mandolín og banjoleikari frá Skotlandi. Hún mun kenna skosk og írsk ţjóđlög á opnu námskeiđi í Auđunnarstofu á Hólum föstudaginn kl. 19.00. Allir eru velkominr međan húsrúm leifir. Á laugardagsmorgni munu nemendur heimsćkja söfnin á Siglufirđi,  vinna og safna heimildum og lögum á Ţjóđlagasetri sr. Bjarna Ţorsteinssonar. Eftir hádegiđ munu ţeir vinna nánar međ lögin, útsetja og ćfa í hópum í Tónlistarskóla Siglufjarđar. Á sunnudagsmorgni, verđur fyrirlestur í Auđunnarstofu um sálma og tónlistar og prentsögu stađarins. Síđan munu nemendur taka ţátt í messu á Hólum kl. 14.00. Lokapunktur námskeiđsins eru tónleikar í Listaháskólanum ţar sem nemendur leika sínar eigin útsetningar á ţjóđlögum. Bára Grímsdóttir er tónskáld og söngkona. Hún hefur flutt íslensk ţjóđlög um árabil, en er einnig vel ţekkt hér á landi fyrir kórtónlist sína. Hún ólst upp á óđali ćttar sinnar Grímstungu í Vatnsdal viđ söng og kveđskap foreldra sinna og afa og ömmu. Hún hefur komiđ fram víđa hér heima, í Evrópu og Norđur Ameríku međ Sigurđi Rúnari Jónssyni og Njáli Sigurđssyni, enog einnig sem međlimur hópsins Emblu sem hún tók ţátt í ađ stofna.
Chris Foster kemur frá suđ - vestur Englandi. Hann er snillingur á sínu sviđi, nýveriđ lýst sem:  “einn af bestu söngvurum og gítarleikurum  sem sprottiđ hafa upp úr enska ţjóđlagatónlistar geiranum á sjöunda áratugnum”. Hann hefur spilađ víđa um Bretlandseyjar, í Evrópu og Norđur- Ameríku. Chris hefur gefiđ út sex sóló plötur og tekiđ ţátt í útgáfu margra annara međ öđrum listamönnum.
Bára og Chris hafa unniđ saman sem tvíeykiđ Funi síđan áriđ 2001. Ţau flytja bland af enskum og íslenskum ţjóđlögum, syngja  og leika undir á gítar, kantele,  íslenska fiđlu og langspil. Bára og Chris, ásamt John Kirkpatric, gáfu út geisladiskinn Funa áriđ 2004 og hlaut sá diskur mikiđ lof gagnrínanda. Undanfarin sjö ár hafa ţau spilađ saman á tónleikum og hátíđum í Írlandi, Hollandi, Belgíu, Ungverjalandi, Bandaríkjunum og Kína sem og  víđa á Bretlandseyjum og Íslandi.

Guđrún Ingimundardóttir.

Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst