Sigríður Guðrún Hauksdóttir er í föstudagsviðtalinu
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 03.04.2009 | 20:00 | | Lestrar 883 | Athugasemdir ( )
Gunna Hauks er ein af þessum kraftakonum sem öll byggðalög verða að eiga. Það er sama hvort hún sé að keyra lyftara, bera píanó, föndra postulín eða stjórna erobiktíma allt leikur þetta í höndunum á henni. Gunna er af kynslóðinni sem kallar ekki allt Ömmu sína.
Hvað er framundan hjá þér:
Það eru að sjálfsögðu páskarnir sem alltaf eru skemmtilegur tími hér á Siglufirði. Svo er það spurning um hvernig sumarið verður hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar þar sem við vonumst eftir því að það komi fullt af bátum og verði nóg að gera. Nú fer vonandi að aukast í vöruafgreiðslunni og útkeyrslunni. Ekki má gleyma að við erum 10 skvísur sem stöndum að Kvennasmiðjunni í gamla Pólarhúsinu ætlum að hafa opið í smiðjunni fyrir og í hálfleik á meðan Leikfélagið sýnir Héra Hérason í húsinu.

Ertu í karlmannsstarfi í dag:
Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör en það er örugglega nokkrar konur í því starfi sem ég er en kannski ekki margar. Nei ég myndi ekki segja það.

Ertu með meirapróf:
Nei, en ég er með lyftarapróf og hef mikið gaman að því að keyra um bryggjurnar og bæinn þar sem ég er fullkomlega lögleg á tækjunum.

Hvað varð um leikkonuferilinn:
Já já, ég hugsa að mér hafi ekki verið ætlað að verða leikkona. Ég tók þátt í einni sýningu með pínulítið hlutverk en fann mig bara ekki og lét þar við sitja. Sönginn hef lagt á hilluna í bili en held að framtíð mín liggi ekki í popinu.

Ertu íþróttaálfur:
Ég er með eróbiktíma 3 í viku og er með alveg einstaklega skemmtilegan og góðan hóp. Ég fer reglulega í göngutúra þess á milli og nýt þess að vera úti í náttúrunni en íþróttaálfur.... jú við skulum bara segja það.

Við þökkum Sigríði Guðrúnu Hauksdóttur kærlega fyrir og einnig Stefáni Hauk en hann sagðist ekki vera fyrir myndatökur.
Hvað er framundan hjá þér:
Það eru að sjálfsögðu páskarnir sem alltaf eru skemmtilegur tími hér á Siglufirði. Svo er það spurning um hvernig sumarið verður hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar þar sem við vonumst eftir því að það komi fullt af bátum og verði nóg að gera. Nú fer vonandi að aukast í vöruafgreiðslunni og útkeyrslunni. Ekki má gleyma að við erum 10 skvísur sem stöndum að Kvennasmiðjunni í gamla Pólarhúsinu ætlum að hafa opið í smiðjunni fyrir og í hálfleik á meðan Leikfélagið sýnir Héra Hérason í húsinu.
Ertu í karlmannsstarfi í dag:
Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör en það er örugglega nokkrar konur í því starfi sem ég er en kannski ekki margar. Nei ég myndi ekki segja það.
Ertu með meirapróf:
Nei, en ég er með lyftarapróf og hef mikið gaman að því að keyra um bryggjurnar og bæinn þar sem ég er fullkomlega lögleg á tækjunum.
Hvað varð um leikkonuferilinn:
Já já, ég hugsa að mér hafi ekki verið ætlað að verða leikkona. Ég tók þátt í einni sýningu með pínulítið hlutverk en fann mig bara ekki og lét þar við sitja. Sönginn hef lagt á hilluna í bili en held að framtíð mín liggi ekki í popinu.
Ertu íþróttaálfur:
Ég er með eróbiktíma 3 í viku og er með alveg einstaklega skemmtilegan og góðan hóp. Ég fer reglulega í göngutúra þess á milli og nýt þess að vera úti í náttúrunni en íþróttaálfur.... jú við skulum bara segja það.
Við þökkum Sigríði Guðrúnu Hauksdóttur kærlega fyrir og einnig Stefáni Hauk en hann sagðist ekki vera fyrir myndatökur.
Athugasemdir