Sjá sóknarfæri í kreppunni

Sjá sóknarfæri í kreppunni Við erum ekki enn farin að finna fyrir auknum áhuga erlendra ferðamanna á að koma til Vestfjarða,“ segir Elías Oddsson,

Fréttir

Sjá sóknarfæri í kreppunni

Edinborgarhús ljósmynd bb.is
Edinborgarhús ljósmynd bb.is
Við erum ekki enn farin að finna fyrir auknum áhuga erlendra ferðamanna á að koma til Vestfjarða,“ segir Elías Oddsson, framkvæmdastjóri Vesturferða á Ísafirði, aðspurður hvort áhugi ferðamanna á svæðinu hafi aukist vegna falls krónunnar. Erlendir ferðamenn eru meira að skoða lengri ferðir til Vestfjarða en það er ekki töluverð aukning. En það er alls ekki minnkandi áhugi hjá erlendum ferðaskrifstofum, þetta er alltaf aðeins á leiðinni upp á við,“ segir Elías. Hann segist sjá aukin sóknarfæri fyrir Vesturferðir þegar þrengir að þjóðarbúi Íslendinga. „Við horfum á fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Við vonumst eftir því að nú fari þau frekar í árshátíðarferðir út á land fremur en erlendis. Ég býst við að ferðir erlendra ferðamanna verði fleiri á næsta ári en ég á mjög erfitt með að henda reiður á hvað Íslendingarnir koma til með að gera, það fer eftir dýpt þessarar efnahagslægðar,“ segir Elías.

Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst