Slapp naumlega undan snjóflóði
visir.is | Fréttir á landsvísu | 09.03.2009 | 09:50 | | Lestrar 857 | Athugasemdir ( )
Ökumaður bíls slapp naumlega undan stóru snjóflóði, sem féll á Siglufjarðarveg, Siglufjarðarmegin við Strákagöng laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Ökumaður bíls sem kom á eftir óttaðist að bíllinn hefði grafist í flóðinu og kallaði á lögreglu og björgunarsveit, en þá kom í ljós að hann hafði naumlega sloppið inn í göngin þegar flóðið skall á veginum.Flóðið er sagt stórt og varar lögregla við að fleiri flóð geti falllið.
Athugasemdir