Sparisjóður Siglufjarðar í örugga höfn

Sparisjóður Siglufjarðar í örugga höfn Stjórn AFL – sparisjóðs hefur ákveðið að nýta sér heimild í sam- þykktum sjóðsins

Fréttir

Sparisjóður Siglufjarðar í örugga höfn

Merki Sparisjóðs Siglufjarðar
Merki Sparisjóðs Siglufjarðar

Stjórn AFL – sparisjóðs hefur ákveðið að nýta sér heimild í sam- þykktum sjóðsins

til að auka stofnfé sjóðsins um 500 mkr.
Ástæða þessa er að treysta eiginfjárgrunn sjóðsins á þeim erfiðu tímum sem nú herja á íslenskt efnahagslíf.  Í ljósi þessa hefur stjórn sjóðsins einnig tekið ákvörðun um verulegt varúðarframlag í almennan afskriftareikning útlána.

Þá hefur sjóðurinn möguleika á að styrkja eiginfjárstöðuna enn frekar með því að óska eftir 20% eiginfjárfamlagi  frá hinu opinbera.
Nú þegar hafa stærstu stofnfjáreigendur tryggt sölu á allri stofnfjáraukningunni eða 500 mkr. og hafa þegar greitt inn aukið stofnfé.  Aðrir stofnfjáreigendur geta nýtt heimild sína til að auka stofnfjáreign sína í sama hlutfalli.
Ljóst er að mikilvægi sjóðsins er mjög mikið bæði í Siglufirði og Skagafirði.  Með þessari aðgerð er verið að treysta verulega rekstur, samkeppnisstöðu og tryggja sjálfstæði elstu peningastofnunar landsins til framtíðar.

Nánari upplýsingar veitir oli@sps.is


Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst