Stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni í NA-kjördæmi

Stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni í NA-kjördæmi Ragnar Thorarensen gefur kost á sér í 3. sætið hjá Samfylkingunni í Norðausturkjördæmi fyrir komandi

Fréttir

Stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni í NA-kjördæmi

Ragnar Thorarensen, mynd mbl.is
Ragnar Thorarensen, mynd mbl.is
Ragnar Thorarensen gefur kost á sér í 3. sætið hjá Samfylkingunni í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Ragnar er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Ragnar er landfræðingur að mennt og stundar nú meistaranám í viðskiptum og stjórnun (MBA)við Háskóla Íslands.Ragnar hefur unnið við ýmiss störf til sjós og lands en síðustu ár hefur hann starfað á fasteignasölumarkaðnum. Ragnar er kvæntur og á þrjú börn. Hans helstu baráttumál lúta að því að styrkja rekstrargrunn sveitarfélaganna í Norðausturkjördæmi og bæta atvinnu- og búsetuskilyrði íbúanna, að því er segir í tilkynningu.

Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst