Súperaðild að ESB er ekki til

Súperaðild að ESB er ekki til Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir í leiðara Bændablaðsins þann 13. janúar sl. að afstaða

Fréttir

Súperaðild að ESB er ekki til

S. Solberg J.
S. Solberg J.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir í leiðara Bændablaðsins þann 13. janúar sl. að afstaða samtakanna til Evrópusambandsins byggi á „reynslu og staðreyndum, ekki vonum og væntingum sem alltof mikið ar reynt að halda á lofti.“
Haraldur varar við undanlátssemi í umræðunni um ESB, segir á síðu Landssambands íslenskra útvegsmanna þar sem athygli er vakin á leiðara Haraldar.
Orðrétt segir Haraldur Benediktsson í leiðararnum:
„Vonir og væntingar mega ekki byrgja okkur sýn. Ef hins vegar einhver gæti bent á að aðildarríki hafi fengið varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu ESB vegna þýðingarmikilla hagsmuna viðkomandi þjóðar væri örugglega búið að benda á slíkt. En slíkt hefur enginn fengið. Það er ekki til „súperaðild“ að ESB þar sem öllum sérhagsmunum okkar væri fullnægt og við nytum allra kosta aðildar.“

Athugasemdir

03.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst