Súperaðild að ESB er ekki til
www.amx.is/efnahagsmal/2851/ | Fréttir á landsvísu | 22.01.2009 | 10:30 | Stefna ehf | Lestrar 151 | Athugasemdir ( )
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir í leiðara Bændablaðsins þann 13. janúar sl. að afstaða samtakanna til Evrópusambandsins byggi á „reynslu og staðreyndum, ekki vonum og væntingum sem alltof mikið ar reynt að halda á lofti.“
Haraldur varar við undanlátssemi í umræðunni um ESB, segir á síðu Landssambands íslenskra útvegsmanna þar sem athygli er vakin á leiðara Haraldar.
Orðrétt segir Haraldur Benediktsson í leiðararnum:
„Vonir og væntingar mega ekki byrgja okkur sýn. Ef hins vegar einhver gæti bent á að aðildarríki hafi fengið varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu ESB vegna þýðingarmikilla hagsmuna viðkomandi þjóðar væri örugglega búið að benda á slíkt. En slíkt hefur enginn fengið. Það er ekki til „súperaðild“ að ESB þar sem öllum sérhagsmunum okkar væri fullnægt og við nytum allra kosta aðildar.“
Haraldur varar við undanlátssemi í umræðunni um ESB, segir á síðu Landssambands íslenskra útvegsmanna þar sem athygli er vakin á leiðara Haraldar.
Orðrétt segir Haraldur Benediktsson í leiðararnum:
„Vonir og væntingar mega ekki byrgja okkur sýn. Ef hins vegar einhver gæti bent á að aðildarríki hafi fengið varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu ESB vegna þýðingarmikilla hagsmuna viðkomandi þjóðar væri örugglega búið að benda á slíkt. En slíkt hefur enginn fengið. Það er ekki til „súperaðild“ að ESB þar sem öllum sérhagsmunum okkar væri fullnægt og við nytum allra kosta aðildar.“
Athugasemdir