Vaxandi áhugi fyrir veiðum á úthafsrækju
sax.is | Fréttir á landsvísu | 08.03.2009 | 18:00 | | Lestrar 465 | Athugasemdir ( )
Vaxandi áhugi er fyrir veiðum á úthafsrækju. Allt stefnir í það að fjórir togarar að minnsta kosti verði á úthafsrækjuveiðum í vor og sumar og hafa þeir ekki verið fleiri frá því rækjuveiðarnar hrundu fyrir nokkrum árum, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.
Veiðar á úthafsrækju hófust í síðustu viku. Tvö skip eru komin á veiðar, togarinn Gunnbjörn ÍS-302 og Sigurborg SH. Að minnsta kosti þrír togarar, fyrir utan Gunnbjörn, fara á rækjuveiðar á næstunni; Skafti HF, Bylgja VE og Múlaberg SI. Á síðasta fiskveiðiári stunduðu fjögur skip úthafsrækjuveiðar að einhverju ráði, togarinn Gunnbjörn ÍS, rækjubáturinn Gunnbjörn ÍS, Sigurborg SH og Hamar SH. Að minnsta kosti sjö skip munu veiða rækju í vor og sumar og eflaust eiga fleiri skip eftir að bætast í hópinn.
Veiðar á úthafsrækju hófust í síðustu viku. Tvö skip eru komin á veiðar, togarinn Gunnbjörn ÍS-302 og Sigurborg SH. Að minnsta kosti þrír togarar, fyrir utan Gunnbjörn, fara á rækjuveiðar á næstunni; Skafti HF, Bylgja VE og Múlaberg SI. Á síðasta fiskveiðiári stunduðu fjögur skip úthafsrækjuveiðar að einhverju ráði, togarinn Gunnbjörn ÍS, rækjubáturinn Gunnbjörn ÍS, Sigurborg SH og Hamar SH. Að minnsta kosti sjö skip munu veiða rækju í vor og sumar og eflaust eiga fleiri skip eftir að bætast í hópinn.
Athugasemdir