Fótbolti

Fótbolti Þar sem ég hef takmarkaðan skilning á fótbolta og hef reyndar farið á fáa fótboltaleiki nema þá einna helst til að kaupa mér pylsu, kók og

Fréttir

Fótbolti

Þar sem ég hef takmarkaðan skilning á fótbolta og hef reyndar farið á fáa fótboltaleiki nema þá einna helst til að kaupa mér pylsu, kók og pizzusneið þá fékk ég nokkrar myndir af einhverjum fótboltaleik lánaðar hjá Vilmundi Ægi vini mínum Eðvarðssyni. 

 
Ég tek það fram að ég hef alls ekkert á móti fótbolta og er alveg hreint rífandi stolltur stuðningsmaður KF. Ég skal líka glaður taka það fram fyrir vin minn hann Gulla Stebba að strandblak er alls ekkert leiðinleg íþrótt og hugsanlega mun ég keppa einhvern tíma við hann aftur.
 
Skilningur minn og áhugasvið nær bara ekki alla leið í fótboltann. En þið eigið nú alls ekki að þurfa að líða fyrir það, þannig að hann Ægir tekur hugsanlega meira af myndum á fótboltaleikjum sem hann fer á og lofar okkur að njóta. Annars er títtnefndur Ægir afskaplega myndglaður maður og hann liggur alls ekki þungt á liði sínu þegar það vantar myndefni.
 
Ægir tók undir sig ansi hreint lipurt stökk einn daginn og ákvað að skella sér á einhvern fótboltaleik fyrir nokkru síðan, sem hann gerir reyndar annað slagið. 
 
Að sjálfsögðu tók hann Samsunginn sinn með og smellti af í gríð og erg. KF var að spila við eitthvað lið að sunnan og ég held að þetta hafi verið leikurinn þar sem 2 KF menn fengu rauða spjaldið. KF voru þá 2 mönnum færri en unnu samt leikinn (alveg hreint ótrúlegt, mér finnst ég skrifa þessa síðustu línu alveg eins og ég sé útlærður íþróttafréttamaður). 
 
Ég persónulega og prívat þakka Ægi kærlega fyrir þær myndir sem hann hefur deilt með okkur og vonandi verða þær miklu, miklu fleiri.
 
fotbolti
 
fotbolti
 
fotbolti
 
fotbolti
 
fotbolti
 
Meira af myndum hér

Athugasemdir

09.október 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst