Harđmót í fótbolta

Harđmót í fótbolta Óli Biddýar sendi mér nokkrar línur um Harđmótiđ í fótbolta. Um hvađ snýst harđmót o.sv.fr.

Fréttir

Harđmót í fótbolta

Kjarni stuðningsmannafélag KF hyggst halda harðmót í fótbolta á laugardeginum um verslunarmannahelgina klukkan 13:30. Bumbubolti er e.t.v. hentugra nafn á viðburðinn enda aðalatriðið er að fólk komi saman, eigi góðan dag og styrki um leið gott málefni. Vegleg verðlaun og viðurkenningar í boði hinna mörgu styrktaraðila mótsins.

Helstu spurningar og svör:

Hversu margir í liði? Engar takmarkanir á fjölda en lágmarksfjöldi í liði eru fimm.

Get ég bara skráð mig án þess að vera komin/inn í lið? Já allir fá að vera með og öllum verður komið í lið! Kynjaskipt keppni? Nei, við hjá Kjarna teljum verslunarmannahelgina ekki vera rétta helgi til þess að halda kynjunum aðskildum. Karlalið, kvennalið og blönduð lið, allt vel þegið!

Aldurstakmörkun? Kjarni styður heilshugar við barna- og unglingastarf KF og almenna reglan er nei, en það má setja spurningamerki við hversu skynsamlegt það er að láta of unga og of efnilega knattspyrnumenn taka þátt í bumbuboltamóti? 15 ára ætti að vera ágætis viðmið. Kostnaður? Mótsgjaldið er 1000 kr. og hver einstaklingur gerir upp fyrir sig. (Lið mega auðvitað greiða saman, en gjaldið er 1000 kr. á hvern liðsmann, óháð fjölda í liði). Um er að ræða styrktarmót og miðað við „betlmarkaðinn“ þá er „þúsari“ eiginlega bara of lítið.

Staðsetning? Sparkvellinum á skólabalanum. (Ef þátttaka verður slík að sparkvöllurinn er augljóslega of lítill, þá verður mótið fært á æfingasvæðið suður á Hóli og verður því komið til skila á keppendur.

Hvar skrái ég mig? Hægt er að senda tölvupóst á kjarnamot@gmail.com Verðlaun? Já að sjálfsögðu verða veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja.

Síðan verða veitt verðlaun í einstökum afrekaflokkum en slíkt veltur auðvitað á keppnismönnum.


Athugasemdir

23.júní 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst