Paramót Rauđku í blaki

Paramót Rauđku í blaki Paramót Rauđku í blaki var haldiđ á föstudaginn langa og var ţetta í fjórđa skipti sem mótiđ var haldiđ.

Fréttir

Paramót Rauđku í blaki

hér má sjá fyrstu tvö sćtin
hér má sjá fyrstu tvö sćtin

Paramót Rauðku í blaki var haldið á föstudaginn langa og var þetta í fjórða skipti sem mótið var haldið.

Mótið var gríðalega vel sótt 31 par var skráð til leiks eða 62 blakarar og mátti sjá aðkomufólk  sem og vana og óvana blakara.
Markmið mótsins er að styrkja rekstur strandblaksvallar á Siglufirði sem og að sjálfsögðu að koma saman og hafa gaman.
 
Mikil stemning var á mótinu og hart barist um hvert stig.
Það voru skauta dömur frá Akureyri þær Hólmfríður og Sigrún sem hlutu flest stig en Súlukonurnar Gilla og Helga ( Gíslína Salmansdóttir & Helga Hermannsdóttir) lönduðu öðru sæti.
 

Einnig voru dregnir út fullt af happdrættisvinningum og fengu fjölmargir blakarar páskaegg eða gómsætar ostakökur í vinning.

Aðstandendur mótsins vilja þakka öllum þátttakendum fyrir þátttökuna og þeim sem aðstoðuðu við framkvæmdina fyrir hjálpina sem og styrktaraðilum fyrir þeirra framlag til mótsins.


Athugasemdir

03.október 2023

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst