Siglfirskur lögreglumađur bíđur upp á fjarţjálfun

Siglfirskur lögreglumađur bíđur upp á fjarţjálfun Mér lék forvitni á ađ kynna mér auglýsingu sem ég sá á facebook. Eins og oft áđur er ég er ađ vafra um

Fréttir

Siglfirskur lögreglumađur bíđur upp á fjarţjálfun

Jón Gunnar Sigurgeirsson
Jón Gunnar Sigurgeirsson

Mér lék forvitni á að kinna mér auglýsingu sem ég sá á facebook. Eins og oft áður er ég er að vafra um þann miðil rekst ég á forvitnilega atburði og upplýsingar.

Í þetta sinn gerði ég meira en að lesa yfir heldur hafði einnig samband við þann aðila sem átti hlut að máli.

Jón Gunnar Sigurgeirsson heitir hann og er auðvitað Siglfirðingur. Veitti hann mér góðfúslega þær upplýsingar ég fór fram á og birti ég þær hér að neðan.

"Jón Gunnar Sigurgeirsson heiti ég og er Siglfirðingur svo að segja í húð og hár enda uppalinn á Siglufirði (Seljalandi) og bjó þar allt til tvítugs þegar ég fluttist suður og hóf að starfa í lögreglunni, hvar ég starfa enn.   

Sl. vetur stundaði ég einkaþjálfaranám hjá Keili, ÍAK Einkaþjálfun, og lauk þaðan námi í vor.   Hyggst ég því bjóða upp á persónulega fjarþjálfun auk annarrar þjónustu sem kynna má sér frekar á heimasíðu minni.

Persónuleg fjarþjálfun er einhverskonar „fjar-einkaþjálfun“ en hún snýst um að ég útbý persónulegt æfingakerfi fyrir hvern viðskiptavin.  Æfingakerfið tekur mið af líkamsástandi, aldri og markmiðum hvers og eins.    Ég fylgist síðan með hvernig gengur að sinna æfingunum og hvort viðkomandi sé á réttri leið í átt að markmiðum sínum.

Fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. júlí nk. verð ég staddur á Siglufirði og ætla að bjóða þeim sem langar að fara af stað í fjarþjálfun upp á að hitta mig þar sem ég fer yfir þær æfingar sem æfingakerfið þeirra byggist upp á.   Í framhaldi af því útbý ég persónulegt æfingakerfi sem viðkomandi fer eftir í amk einn mánuð eða lengur.    

Á meðan viðkomandi æfir getur hann leitað til mín öllum stundum með spurningar er varða æfingarnar og fengið leiðbeiningar í öllu er viðkemur bættum lífsstíl, þ.e. hreyfingu og mataræði sé þess óskað.

Ekki er nauðsynlegt að æfa í líkamsræktarstöð og er hægt að útfæra æfingakerfið þannig að viðkomandi geti æft einn og sér heima eða úti í garði. 

Sumsé það sem Siglfirðingar fá sérstaklega þessa daga er þessi fyrsti tími með einkaþjálfara þar sem farið er yfir æfingakerfið."

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og Jón Gunnar Sigurgeirsson
Mynd: Aðsend

Nánari upplýsingar má sjá hér:
https://www.facebook.com/gamlaformid
http://hafravellir.wix.com/xformAthugasemdir

28.september 2023

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst