Sterkar konur æfa Cross Fitt

Sterkar konur æfa Cross Fitt Sé þennan sterka og fagra kvennahóp út á götu í allskonar æfingum á horni Eyrargötu og Grundargötu. Þetta var skemmtilegur

Fréttir

Sterkar konur æfa Cross Fitt

Þær æfa sig bara út á götu og út um allan bæ
Þær æfa sig bara út á götu og út um allan bæ

Sé þennan fagra kvennahóp úti á götu í allskonar æfingum á horni Eyrargötu og Grundargötu við gamla bílaverkstæðið sem er nú í eigu þeirra Sigurlaugar Guðjónsdóttur og Þóris Stefánssonar.

Þetta var skemmtilegur og fjörugur hópur kvenna á öllum aldri og sögðust þær vera að æfa Cross Fitt sem er breið og skemmtileg íþróttagrein sem eykur þol og styrk.

Æfingarnar gefa líka hraustlegt og gott útlit eins og stendur á maltölinu. 


 

25 kg kúlan flýgur létt um loftið

Æfinga prógramm dagsins

Hoppað og lyft inni í gamla bílaverkstæðinu

P.S.
Verð reyndar að segja að ég er svolítið spældur yfir þessum æfingum þeirra þarna í gamla bílaverkstæðinu. Því ég var í kaffi í mannshellinum á Rakarastofu Hrólfs í morgun og var að dásama hana Sillu Gutta fyrir það hvað hún væri nú makalaust góðhjörtuð eiginkona. 

Hún leyfi nefnilega Þóri manninum sínum að kaupa stórt hús með heilu bílaverkstæði í kjallaranum fyrir bíla hobbýið sitt og horfðu margir karlmenn með öfundaraugum til Þóris og sáu fyrir sér að þarna yrði fljótlega opnaður  einn skemmtilegasti mannshellir bæjarins.

Mælti ég einnig með því að Silla yrði kosin besta eiginkona Fjallabyggðar árið 2015.

Því miður félagi Hrólfur verð ég að taka þetta allt tilbaka því Cross Fitt félag Fjallabyggðar er búið að salsa undir sig meira en helminginn af hellinum.

Ææ, aumingja Þórir að láta plata sig svona upp úr skónum, hmm..... grunar að Silla hafi haft þetta í huga frá byrjun.

Myndir og Texti: NB
(Jón Björgvinsson) 


Athugasemdir

07.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst