Brúðkaup með aðstoð dróna

Brúðkaup með aðstoð dróna Haldið var brúðkaup laugardaginn 25. júlí á Bjarnatorgi fyrir framan Siglufjarðarkirkju og er það fyrsta brúðkaupið sem farið

Fréttir

Brúðkaup með aðstoð dróna

Brúðkaup á Bjarnatorgi
Brúðkaup á Bjarnatorgi

Haldið var brúðkaup laugardaginn 25. júlí á Bjarnatorgi fyrir framan Siglufjarðarkirkju og er það fyrsta brúðkaupið sem farið hefur fram þar.

Gefin voru saman af séra Sigurði Ægissyni brúðhjónin Aron Guðnason tannlæknir ættaður héðan frá Siglufirði ( sonur Guðna Sigtryggssonar ) og Harpa Hauksdóttir ættuð frá Stíflu í Fljótum. Eru þau búsett á Akureyri en Aron er starfandi tannlæknir hér á Siglufirði

Með þeim voru þrjár dætur þeirra brúðhjóna og fjöldi gesta sem samfögnuðu með þeim við þessa fallegu athöfn við minnismerki Séra Bjarna Þorsteinssonar.

það óvanalega við þetta brúðkaup var að í miðri athöfn flaug dróni yfir höfuð gestanna með hringa brúðhjónanna í fjólubláum poka. Greip brúðurin hringana öruggum höndum er dróninn sveimaði yfir höfði þeirra Arons og Hörpu.

Siglo.is óskar þeim hjónum, dætrum og fjölskyldum hjartanlega til hamingju með brúðkaupið.

Sjá umfjöllun á Mbl.is

Brúðguminn Aron Guðnason bíður eftir brúðinni

Gullfalleg brúður

Einstök umgjörð 

Dróninn kemur svífandi með giftingarhringina i fjólubláum poka.

Brúðurin grípur pokann öruggum höndum

Fjöldi gesta samfagnaði með þeim brúðhjónum. Hér eru þau Arndís og Freyr sem gengu í það heilaga fyrir akkúrat mánuði síðan þann 25. Júní 2015

Séra Sigurður Ægisson sóknarprestur á Siglufirði gaf brúðhjónin saman við fallega athöfn

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir 


Athugasemdir

29.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst