Fjörugt ćttarmót

Fjörugt ćttarmót Helgina 26 - 28 júní var hér samankomin ćtt sem oft var nefnd skipsstjóraćttin. Sólveig ćttmóđir og móđir Jóns Guđjónssonar skipstjóra

Fréttir

Fjörugt ćttarmót

Ćttingjar í kleinukaffi viđ Grundargötu
Ćttingjar í kleinukaffi viđ Grundargötu

Helgina 26 - 28 júní var hér samankomin ćtt sem oft var nefnd skipsstjóraćttin. 
Sólveig ćttmóđir og móđir Jóns Guđjónssonar skipstjóra átti ađ minnsta kosti 2 syni í viđbót sem voru skipstjórar.

En viđ skulum halda okkur viđ afkomendur Jóns Guđjónssonar og konu hans Báru Arngrímsdóttur en ţau bjuggu lengst af á efri hćđ hússins viđ Laugarveg 10 međ öll sín 8 börn.

Ţađ var oft ţröngt á ţingi en alltaf var ţar stórt hjartarími og mikiđ hlegiđ og brasađ hjá ţessum stóra barnaskara.

Kjallarinn var leigđur út en ţar bjuggum um tíma afi og amma undirritađs, ţau Pétur Baldvinsson sjómađur og leikari og Mundína Sigurđardóttir frá Vatnsenda í Héđinsfirđi.

Jón var ţekktur sem bćđi skipstjóri og útgerđarmađur hér á Siglufirđi og á Ólafsfirđi og bjó einnig öll fjölskyldan ţar um tíma.

Hér fyrir neđan er mynd af öllum 8 systkinunum samankominn í kleinukaffi á horni Eyrargötu og Grundargötu.

Börn Jóns Guđjónssonar og Báru Arngrímsdóttur í aldursröđ frá hćgri til vinstri: Arngrímur Jónsson, Guđjón Jónsson, Solveig Jónsdóttir, Jón Jónsson, Ómar Jónsson, Hugrún Jónsdóttir og síđastir í röđinni eru ţar tvíburarnir Örn Jónsson og Már Jónsson.

Undirritađur fylgdist međ ţessu fríđa hóp á laugardeginum í sól og blíđu en ţau fóru göngu um bćinn og heimsókn í gamla kirkjugarđinn og síđan var safnast saman í kleinukaffi og límonađi á Grundargötunni í bođi Sigurlaugar Guđjónsdóttur (Sillu Gutta) og Ţóris (ŢÓR) Stefánssonar en ţau hjónin hafa nýlega eignast ţetta stóra hús og eru núna ađ gera ţađ upp ađ utan og innan. 

Hópurinn kemur gangandi í halarófu niđur Eyrargötuna. Myndin er ekki skökk, ţađ er Áfengisverslun ríkisins sem hallar mjög svo í bakgrunninum.

Dađi Arngrímsson (sonur Adda skipsstjóra og Maddýjar) hvílir sig ásamt lítilli sćtri afastelpu á Torginu međan allir hinir fara upp í kirkjugarđ. Dađi var pínu slappur eftir góđan vina fund kvöldiđ áđur.

Kleinukaffi og límonađi viđ Grundargötuna, ţađ glittir í gamlan jeppa í fólkhafinu, en hann heitir Halli Ţór og teyngdur ţessari ćtt svona á ská gegnum konuna hans Ţóris Stefánssonar.

Halli Ţór vildi endilega vera međ á ţessu ćttarmóti, enda nýuppgerđur og flottur.

Sjá einnig fréttina: Sterkar konur ćfa Cross Fitt sem tengist ţessu húsi.

Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími 842 - 0089
 


Athugasemdir

23.júní 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst