Stíll 2008

Stíll 2008 Grunnskóli Siglufjarðar sendi að sjálfsögðu fulltrúa í fatahönnunarkeppnina Stíl 2008. Það voru 4 fjörugar hnátur, þær Eva Sigurðardóttir,

Fréttir

Stíll 2008

Grunnskóli Siglufjarðar sendi að sjálfsögðu fulltrúa í fatahönnunarkeppnina Stíl 2008. Það voru 4 fjörugar hnátur, þær Eva Sigurðardóttir, Steinunn Þóra Aðalsteinsdóttir, Svava Steinarsdóttir og Rakel Ásta Sigurbergsdóttir sem
héldu ásamt hinum síunga Sigmundi í menninguna til Reykjavíkur til þess að sýna meistaraverkerkið sem þær höfðu hannað og saumað núna síðustu vikurnar.

Keppendur áttu að hafa framtíðina í huga fyrir þessa keppni og átti hönnunin að tengjast henni á einhvern hátt. Það er skemmst frá því að segja að stúlkurnar náðu stórgóðum árangri, en þær hrepptu 4. sætið.

Innilega til hamingju með þennan árangur stelpur, þið eruð frábærar!
Texti/frétt hér fyrir ofan er tekin af síðu Grunnskóla Siglufjarðar
Myndin er fengin hjá Sigurbjörgu.
=========================

Eftirfarandi frétt um sambærilegan atburð birtist á vefnum Lífið á Sigló 1. nóvember 2003:

Grunnskólinn - Fatahönnunarkeppni. Þessar hnátur eru að fara á suður á Fatahönnunarkeppni.

Þetta er (kjólar á myndinni) afraksturinn af  tæplega 2ja tíma vinnu, sem þarna sést, en þetta eru Hafey, Helen, Birgitta og Stefanía. ---
13 stúlkur úr 7. og 10. bekk Grunnskólans tóku þátt í Fatahönnunarkeppni Grunnskólanna.
Þær komust allar áfram, með samtals 23. kjóla og munu mæta með þá ásamt textílkennaranum sínum, Guðnýju Erlu Fanndal, á lokakeppnina í Kringlunni, sunnudaginn 9. nóvember.  ---
 
Hafey, Helen, Birgitta og Stefanía

Þær hafa aðeins tvær vikur til að sníða og sauma kjólana.
Þema keppninnar er "Nýta þú mátt þó nóg hafir" svo kjólarnir eru saumaðir úr sturtuhengjum, rúmfötum, gömlum fötum o.s.frv. 
Í sunnudagsmogganum á morgun verður grein um þær.

Einnig munu tvær stúlkur vera í viðtali í "Íslandi í bítið" á næstkomandi föstudagsmorgun.
Það eru þær Sigurbjörg Elmars 10.bekk og Pálína Dagný Guðnadóttir 9.bekk




Athugasemdir

06.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst