Þarmar með sjarma er málið í dag

Þarmar með sjarma er málið í dag Siglfirðingurinn Rakel Fleckenstein Björnsdóttir hefur verið afar áberandi í fjölmiðlum undanfarið vegna metsölu

Fréttir

Þarmar með sjarma er málið í dag

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir
Rakel Fleckenstein Björnsdóttir

Siglfirðingurinn Rakel Fleckenstein Björnsdóttir hefur verið afar áberandi í fjölmiðlum undanfarið vegna metsölu bókarinnar  "Þarmar með sjarma" sem hún þýddi og heitir á frummálinu "Darm mit Charme".

Þarmar með sjarma hefur selst í yfir einni milljón eintaka og verið þýdd á 30 tungumál. Spænska útgáfan er að slá í gegn þessa dagana og hefur verið óvæntur smellur ekki síður en hér á Íslandi.

Höfundur bókarinnar heitir Giulia Enders, en hún stundar doktorsnám í læknisfræði í Frankfurt. Giulia Enders er óhrædd við að fara inn á svið þar sem fordómar, feimni og fliss hafa verið ráðandi. En skilaboðin eru skýr: Ef við sinnum meltingarveginum af alúð uppskerum við hamingju og vellíðan. En hvernig förum við að því? Það er semsagt hægt að komast að því í þessari fróðlegu og skemmtilegu bók.

Metsölubók, bókin er einn óvæntasti smellur ársins að mati Times

Gagnrýnendur hafa lofað bókina enda hefur hún farið sigurför um heiminn. Bókin er sögð beinlínis skemmtileg og spennandi aflestrar. Það hlýtur að teljast til afreks að geta skrifað um svo alvarlegt og jafnframt viðkvæmt mál á svo skemmtilegan og spennandi hátt.

Bókin er gefin út af bókaforlaginu Veröld og allar skýringarmyndir eru eftir systur Enders, Jill Enders. 

Rakel hefur komið boðskap bókarinnar á kortið með skemmtilegum og fróðlegum viðtölum svo eftir hefur verið tekið, enda ekki á allra færi að ræða þessi mál á svona einlægan og hispurslausan hátt.

Undirrituð er ekki í vafa um að bókin eigi eftir að rata inn á mörg íslensk heimili og marga jólapakka í ár. 

Hlusta hér á fróðlegt viðtal við Rakel Fleckenstein Björnsdóttir: RÚV

Fjöldi manns var mættur í Aðalbakarí á Siglufirði þegar Rakel áritaði metsölubókina "Þarmar með sjarma" 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og Menningarvitinn 


Athugasemdir

09.október 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst