Smá skilaboð !

Smá skilaboð ! Kæru Siglfirðingar,ég er hrærður yfir þeim mikla stuðningi sem mér hefur verið sýndur  í sambandi við framboð mitt fyrir Samfylkinguna sem

Fréttir

Smá skilaboð !

Kæru Siglfirðingar,
ég er hrærður yfir þeim mikla stuðningi sem mér hefur verið sýndur  í sambandi við framboð mitt fyrir Samfylkinguna sem ég dró svo til baka vegna reglna um kynjakvóta.

Reglna sem ég taldi að leiddu ekki til þess að fólkið fengi að velja á lýðræðislegan hátt sína fulltrúa á listann.
Ég renndi mjög blint í sjóinn með þetta framboð mitt.
Ég vissi að ég ætti einhvern stuðning í mínum heimabæ en ég átti alls ekki von á því að hann væri eins mikill og raunin virðist vera. Ég hef fengið fjölmargar hlýjar og góðar kveðjur frá ykkur og mest hefur fólk verið dapurt yfir því að ég skyldi hætta við framboðið.

Ef til vill voru það mistök af minni hálfu. En ef þetta verða mín einu mistök á mínum pólitíska ferli þá kyngi ég þeim glaður.

Ýmsir hafa spurt mig af hverju ég byði mig ekki fram í suðvesturkjördæmi þar sem ég bý nú í Kópavogi. Svar mitt hefur verið það að ég sjái ekki fyrir hverju ég ætti að berjast þar. Það hallar verulega á landsbyggðina og mér finnst að það þurfi að rétta hlut hennar.
Þar liggur minn eldmóður í pólitíkinni.  Þar vildi ég leggja mitt að mörkum.
En þótt ég fari ekki í framboð núna þá  mun ég reyna hvað ég get til að halda málstað og hagsmunum Siglfirðinga og landsbyggðarinnar á lofti.

Með góðri kveðju,
Raggi Thor




Athugasemdir

02.maí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst