Siglfirđingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka

Siglfirđingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka Margir kannast viđ bćjarfélagiđ Fjällbacka úr sakamálasögum eftir Camillu Läckberg. Ţetta fallega litla

Fréttir

Siglfirđingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka

Smábátahöfnin í Fjällbacka í vetrardvala.
Smábátahöfnin í Fjällbacka í vetrardvala.

Margir kannast viđ bćjarfélagiđ Fjällbacka úr sakamálasögum eftir Camillu Läckberg. Ţetta fallega litla sjávarţorp á vesturströnd Svíţjóđar er reyndar frćgt fyrir ýmislegt fleira og á sér rétt eins og Siglufjörđur sína eigin síldarsögu.
Undirritađur fór nýlega og heimsótti Siglfirđinginn Birgir Eđvarđsson og konu hans Önnu Margréti Ólafsdóttur en ţau er ákváđu ađ setjast ađ ţarna í Fjällbacka yfir vetrarmánuđina.
Biggi Ölmu eins og hann er oft kallađur er sonur Ölmu Birgis og afi hans var Birgir Runólfsson, hinn mikli vöruflutninga frömuđur Siglufjarđar. 

Biggi og Anna Margrét voru svo heppin ađ finna litla fína íbúđ á leigu á besta stađ í miđbć Fjällbacka, ţessar íbúđir eru ódýrar ađ leigja yfir vetrarmánuđina en margar íbúđir standa auđar hér í bć og bíđa túristanna sem koma í stóru magni á sumrin. Hér búa um 1.100 mans allt áriđ um kring en margir eiga hér sumarhús og ađrir koma hingađ međ bátana sína á vorin. Fjällbacka á sér langa sögu sem túristabćr og margir ríkir og frćgir karakterar eiga hér hús eđa eitt stykki eyju úti í hinum stóra skerjagarđi sem umlykur Fjällbacka. 

Biggi og Anna Margrét á ađalgötunni, ţađ eru ekki nema rétt 200 metra gönguleiđ niđur ađ höfninni.

Ţađ er um klukkutíma keyrsla frá Gautaborg upp til Fjällbacka, á leiđinni er ég ađ reyna ađ minnast ţess sem ég veit um ţetta bćjarfélag og satt ađ segja kemur ţađ mesta úr sakamálasögum Camillu Läckberg. Hef reyndar komiđ ţarna áđur fyrir 10 árum síđan um hásumar og ţađ var allt fullt af túristum og flottum bátum í höfninni. Áđur en mér er bođiđ í kótilettur förum viđ í göngutúr og ţađ er greinilegt ađ Biggi og Anna Margrét  eru vel ađ sér um sögu bćjarins og hafa kynnst mörgu góđu fólki sem búa ţarna. Ţau tala góđa sćnsku, bjuggu hér í Svíţjóđ 1985-89.
Međal annars einum af örfáum nágrönnum sem eru ţarna í ţessu annars tóma húsi međ stórum breiđum trésvölum ţar sem gengiđ er inní íbúđirnar. "Ţetta er eingin önnur en móđir Camillu Läckberg" segir Biggi mér ţegar ég heilsađi eldri konu sem gekk ţarna um hćttulega sleipar tröppurnar á leiđinni út međ rusliđ. Viđ mćttum ekki mikiđ af fólki í ţessum fína göngutúr, verslanir og veitingastađir eru lokađir, Fjällbacka er í vetrardvala. Camilla er heima ađ skrifa nýja sakamálasögu og mađur á bágt međ ađ trúa ţví ađ hér í ţessu fallega umhverfi hafi véfenglegir atburđir átt sér stađ. 
Wikipedia: Camilla Läckberg

Biggi og Anna Margrét á svölunum ţar sem ég hitti móđur Camillu Läckberg. 

Á ţessari stuttu göngu niđur ađ hafnarsvćđinu getum viđ Biggi ekki gert ađ ţví ađ líkja ţessum bć viđ Siglufjörđ, yfir húsunum í götunni gnćfir Vetteberget og hangir hreinlega yfir ţökin sumstađar.
( kannski ekki beinlínis fjall á Siglfirskan mćlikvađa en virđulegur 76 metra hár klettaveggur) 
Ţarna uppi á ţessu kletti er frćgt gljúfur sem heitir Kungsklyftan en ţessi hrikalega klettagjá er nefnd í neinum ađ bókum Camillu og sést einnig í frćgu atriđi í kvikmynd um Ronju Rćningjadóttur eftir sögu Astrid Lindgren.
Vetteberget/Kungsklyftan, Fjällbacka: upplýsingar á ensku.

Höfninn er í miđjum bć og stór og mikil steinhlađin kirkja sést úr öllum áttum. Stór hús, magasín, verslanir og veitingastađir kringum höfnina minna á velmegun sem kom frá ţeim tíma ţegar síldin kom "reglulega og óreglulega" inn í skerjagarđinn á árunum 1750 til aldamóta 1900.
Rétt eins og á Sigló var ţetta bćjarfélag byggt vegna nálćgđarinnar viđ síldina, húsin standa ţétt vegna plássleysis á ţessum nöktu klettasyllum kringum höfnina og hér gaf síldarsöltun og síldarbrćđsla góđan aur í vasa bćjarbúa. Síldin skapađi verslunarmöguleika, fraktskipaflota og alkyns hliđarţjónustu. Fjällbacka var einnig um tíma frćgt fyrir grjótnámur ţar sem unniđ var byggingarefni úr fínu rauđlituđu granítbergi sem er ţarna út um allt og sjá má í öllum húsgrunnum bćjarins og ekki síst í kirkju byggingunni sem er alltof stór fyrir ţennan litla bć.
Meira um síldarsöguna og vesturströnd Svíţjóđar hér: Sillen gjorde Bohuslän till ett Kolnedyke

Séđ yfir Fjällbacka frá smábátahöfninni, Vetteberget og kirkjan samlit klettunum gnćfa yfir bćnum. 

Vetteberget hangir yfir húsţökunum.

Međ svalirnar undir klettavegg. 

Húsin eru sambyggđ klettinum.

Margt frćgt og ríkt fólk á sumarhús og eyjur allt í kringum Fjällbacka.
Ingrid Bergman og fjölskylda eiga sumarhús á eyju sem heitir Dannholmen og var hún tíđur sumargestur í bćnum og lítil brjóstmynd og veggspjöld međ sögu hennar eru ţarna niđur viđ höfnina ţar sem gengiđ er upp tröppurnar sem leiđa túristana upp á Vetteberget.
Sćnska sjónvarpiđ sýndi nýlega heimildarmyndina "Jag är Ingrid"  en ţar var í fyrsta skipti sýnt kvikmyndaefni úr einkasafni kvikmyndastjörnunnar frá sumarleyfum á Dannholmen. 

Ingrid Bergman horfir út í skerjagarđinn.

Everts Tapas bar var lokađur en ţessi veitingastađur er nefndur eftir Evert Taube  hinum frćga trúbador Bohuslän. 

Humar og krabbagildrur lágu víđa á bryggjum.

Grjóthlađinn kjallari. 

 

Ţröngt á milli húsa.

Teikning eftir Jacob Hägg af síldveiđum í skerjagarđinum viđ Fjällbacka 12 janúar 1878. "Myndin var birt í Fjällbacka Bladet 1971"

Meira um síldveiđar og sögu Fjällbacka hér: Modern historia/Fjällbacka 

Kirkjan í Fjällbacka. 

Klukkan er rétt ađ verđa fimm ţegar viđ ljúkum gönguferđinni og ţađ er fariđ ađ skyggja verulega og komin tími á kótilettur á íslenskan máta hjá mínu fínu gestgjöfum. Saddur og ánćgđur og fullur af fróđleik um ţennan merkilega stađ keyri ég síđan heim í myrkri og helli rigningu, villist ađeins en kemst síđan á rétta leiđ út á E 6 hrađbrautina sem ber mig alla leiđ heim til Gautaborgar. 
Takk fyrir yndislegan dag Birgir og Anna Margrét.

 
Fjällbacka Tourist Information

Texti:
Jón Ólafur Börgvinsson
Myndir:
Jón Ólafur Björgvinsson og teikning úr Fjällbackabladet 1971. 

 


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst