Menningarsjóður Sparisjóðsins Siglufjarðar

Menningarsjóður Sparisjóðsins Siglufjarðar Úthlutað var í gærkvöldi kr. 1.250.000 úr Menningarsjóði Sparisjóðsins.  Þetta er í níunda árið sem

Fréttir

Menningarsjóður Sparisjóðsins Siglufjarðar

Styrkþegar og úthlutunarnefndin
Styrkþegar og úthlutunarnefndin

Úthlutað var í gærkvöldi kr. 1.250.000 úr Menningarsjóði Sparisjóðsins.  Þetta er í níunda árið sem úthlutað er úr sjóðnum, en frá upphafi hefur verið úthlutað ríflega 20 milljónum á verðlagi dagsins í dag.

Upphaflega var sjóðurinn stofnaður með 15 milljóna framlagi frá Sparisjóði Mýrasýslu í tengslum við kaup Sparisjóðsins á öllu stofnfé heimamanna í Sparisjóði Siglufjarðar. Settar voru afar skýrar reglur um varðveislu Menningarsjóðsins, en stjórn sjóðsins er ekki heimilt að skerða upprunalegan höfuðstól að raungildi.

Þetta leiddi til þess að stjórn sjóðsins hefur ávallt ávaxtað fjármunina á verðtryggðum reikningi í Sparisjóðnum og aldrei komið til tals að tefla þessum fjármunum í hættu með því að fjárfesta í einhverjum peningamarkaðssjóðum, sem margir velgjörðasjóðir fóru illa út úr í kreppunni. Nú er svo komið að í sjóðnum er ríflega 26 milljóna inneign.

Tekjur sjóðsins eru vextir og verðbætur, auk árlegs framlags frá Sparisjóðnum. Menningarsjóðurinn treystir því mjög á árlegt framlag Sparisjóðsins, sem var nú í ár kr. 750.000 en í fyrra var framlagið kr. 500.000.

Það er ljóst að margir treysta árlega á Menningarsjóðinn, sem hefur í gegnum tíðina styrkt mörg góð málefni og með því eflt menningar- og félagslíf á Siglufirði.

Úthlutunin í ár var eftirfarandi:

Úra- og gullsmíðasafnið

Rekstur 

       25.000    

Hrönn Einarsdóttir

Sýning á ljósmyndum

       25.000    

Óskar Bragi Stefánsson

Lag síldarævintýris

       50.000    

Arnfinna Björnsdóttir

Sýning á verkum á vinnustofu

       50.000    

Slökkvilið Siglufjarðar

Endurbætur á gamla slökkviliðsbílnum

       50.000    

Constain Bors

Sýning á tréskurðarmunum / námskeið

       50.000    

Fríða Gylfadóttir

Héðinsfjarðartrefillinn og Vinnustofa

       50.000    

Þórarinn Hannesson

Útgáfa ljóðabókar og geisladisks

       50.000    

Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju

Barna- og unglingastarf

       50.000    

Sigurður Ægisson

Siglfirdingur.is og ljósmyndasýning

       50.000    

Síldarminjasafnið

Útgáfa sögu fiskimjöls- og lýsisiðnaðar

       50.000    

Ferðafélag Siglufjarðar

Merking gönguleiða

       50.000    

Systrafélag Siglufjarðarkirkju

Endurbætur á Siglufjarðarkirkju

       75.000    

Ljóðasetur Íslands

Rekstur og uppbygging

       75.000    

Þjóðlist

Útgáfa þjóðlagakvers

       75.000    

Siglufjarðarkirkja

80 ára vígsluafmæli

      100.000    

Þjóðlagahátíðin Siglufirði

Þjóðlagahátíðin

      200.000    

Herhúsfélagið

Uppbygging á Gránufélagsverslunar

      200.000    






   1.250.000  



Kvæðamannafélagið Ríma



Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri, Bogi Sigurbjörnsson og Guðrún Árnadóttir

Texti: Aðsendur
Myndir: GJS


Athugasemdir

15.september 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst